Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 7
Sameiningin 5 heimsstríðum, alt það sem áður hefir verið bygt hér á jörð með striti og tárum kynslóðanna. Hinsvegar má segja, að þrátt fyrir alla villimennskuna hafi hin tæknilega þróun komist á hærra stig, og möguleikarnir til almennra þæg- inda og velmegunar, en á nokkru skeiði í sögu mannsins. Mikið hefir verið talað um það síðustu árin hve þessi jarð- hnöttur vor sé orðinn lítill, og að allir menn séu orðnir ná- grannar. Að vissu leyti er þetta satt, en hinsvegar þó mjög fjarri sanni. Tæknin og flughraðinn hafa að vísu sigrað vega- lengdirnar sem áður ógnuðu ferðamönnum, en aftur á móti eru menn fjarlægari hvorir öðrum nú en nokkru sinni fyr vegna stéttabaráttu, þjóðernishroka, hagsmunastreitu og andstæðra hugsjóna. Á þessu mikla jarðskjálftatímabili í sögu mannkynsins hafa orðið miklar breytingar á hinum stjórnarfarslega heildarsvip jarðar. Fyrir fimmtíu árum var Bretland öndvegisþjóð veraldarinnar. Þeir réðu lögum og lofum á hafinu, og verzlun öll og alþjóðamál mótuðust all- mjög af stefnu þeirra. Nú hafa Bandaríki Norður Ameríku sezt í þetta öndvegi. Hervald þeirra er miklu öflugra, og fjármagn meira en Bretar hafa nokkru sinni haft. Enn sem komið er hafa Bandaríkin þó ekki getað skapað neitt svipað jafnvægi í heimsmálunum og Bretar gerðu á gullöld sinni. Að vísu er öldin nú önnur, og margt breytt, og hin nýja öndvegisþjóð lítt reynd í heimspólitíkinni á móts við Breta. En það sem ef til vill er athyglisverðast, og að margra dómi uggvænlegast, nú þegar helmingur tuttug- ustu aldarinnar er liðinn, er það að nú er talið að hér um bil einn þriðji hluti alls mannkynsins sé annaðhvort undir beinni stjórn, eða óbeinum áhrifum kommúnista. Þeim hefir tekist með ýmsum ráðum, að því er virðist, að þjappa sínu liði vel saman, og hinar ólíkustu kynkvíslir og þjóðir koma fram undir merki þeirra sem ein heild, andspænis hinum vestrænu þjóðum, sem enn greinir á um margt. Hvort hinar ólíku hugsjónaleiðir sem hér er um að ræða í austri og vestri, verða samrýmdar á friðsamlegan hátt, er gáta sem væntanlega verður leyst á þeim helmingi tuttugustu aldar- innar sem nú er að hefjast. En undir lausn þessa mikla vandamáls er tímanleg velferð mannkynsins komin. Von- andi er að síðari helmingur þessarar aldar marki drýgri hamingjuspor í sögu mannsandans en sá fyrri. En þegar að öllu er gáð er það annað og meira en hern-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.