Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 12
10
Sameiningin
Setti hún sig svo vel inn í hugsunarhátt Islendinga, að
hún mátti teljast alíslenzk; var ekki annað fundið en svo
væri; leysti hún hyggilega vandræði margra á hinum erf-
iðu frumbýlingsárum. Margar stoðir runnu undir náknýtta
samhygð Carie við íslendinga; eiginmaður hennar var ís-
lenzkur; áhugamál íslendinga voru einkamál hennar; faðir
hennar giftist íslenzkri konu að seinni giftingu; hin prýði-
lega, ógleymanlega kona systir hennar Súsanna, giftist Hall-
dóri Briem; fluttust þau til íslands. Það má með sönnu segja.
að Carie yrði íslenzk að fullu.
Carie veitti ágæta forstöðu fyrir heimilinu í fjarveru
Sigurðar; voru þau hjón vel samhent í öllum fyrirtækjum
og störfum.
Carie var hæglát hversdagslega; þegar glatt var á hjalla
á heimilinu, þegar margir unglingar voru samankomnir,
var hún umburðarlynd en eftirlitssöm með hógværum og
blíðum fyrirskipunum, sem krafðist hlýðni.
Hún jók mentun sína allmjög með lestri góðra bóka.
sem var allmikið af; voru bækur þessar ensk ljóðmæli og
fræðibækur; kvnti Carie sér þessar bækur til mikilla af-
nota. Minnist ég með mikilli ánægju þriggja bóka, sem
eru mér í fersku minni: Eitt var bók með æfisögubrotum
mikilmenna, sem höfðu brotist áfram til metorða og virð-
ingar; þá var ferðasaga Stanleys um Afríku, þegar hann
var að leita að Davíð Livingstone, var það ágætisbók mjög
fræðandi; þá var til Nýja Testamentið á grísku úr eign
John Taylors. Fékk ég mikla löngun til að kynnast því.
Carie hafði mikla yfirburði yfir það, sem alment gerist á
bóklega vísu. Menn litu upp til hennar með velvild og virð-
ingu; létu menn börn sín heita í höfuðið á henni.
Yel kunni Carie að meta kosti og manngildi annara,
þótt þeir feldust undir hrjúfum feldi; hún unni öllu hreinu
og háleitu, vildi styðja alt sem gott var; hinn blíði og ró-
legi hugsunarháttur hennar gerði henni létt fyrir að setja
sig inn í tilfinningar annara með góðsamlegri hluttekningu.
Þegar ég nú horfi yfir liðna tíð, virðist mér sem að Grund-
arheimilið muni hafa búið yfir mörgum kostum, sem stóðu
bygðinni til heilla. En hvernig sem þessu er farið, veit ég
þó það eitt, að Grund verður ávalt þeim sem til þekkja
heillaríkt tilefni ótal hugnæmra endurminninga. Það er