Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 15
Sameiningin 13 Hér þarf ekki einungis að gera grein fyrir því, að hætt var við Samúelssálma, heldur einnig hinu, hví Passíusálmarnir urðu gerólíkt verk. Er mögulegt að hugsa sér Passíusálm- ana orta að ákvörðun einni? Bera þeir ekki undir klassíska yfirborðinu — vitni um einhverja mikla örlagastund, ein- hverja hríð, einhverja sálarbaráttu?* Og ekki gerir það mál- ið auðveldara, að hér virðist ekki vera um beina trúarlega baráttu að ræða, efasemdir eða skoðanaskipti. Áður hefir verið um það rætt, að merki eiginlegs afturhvarfs verði ekki fundin í skáldskap Hallgríms, heldur hið gagnstæða. En hvaða hríð hefir þá skollið á Hallgrím síðari hluta árs 1656, hvaða skelfingar augnablik, sem gat skekið þennan rólega mann, er ekki brá sér, þó að eignir hans brynnu til kaldra kola?“ Ég get ekki fundið nema eina fregn, er þessu hafi getað valdið. En sú fregn hefir einhverntíma til hans komið, og hún hefir tekið fyrir kverkar honum, þegar hún kom. Það er sú stund, er hann sér, að hann er orðinn holdsveikur, sér alt hrynja í rústir og þjáningaferilinn fram undan, ægi- legasta sjúkdómsferil, sem til var. Sögurnar segja að hann hafi orðið líkþrár á árunum 1664—1665, eða tæpum áratug síðar, en það þarf ekki að rekast svo mjög á. Holdsveiki er sjúkdómur, sem venjulega fer afar hægt. Og einmitt holds- veiki Hallgríms virðist hafa farið mjög hægt. Árið 1667 er hann svo veikur orðinn, að hann vill sleppa embættinu. Árið 1669 er hann þó enn við embættið við ekki ósvipaða heilsu að því er virðist, og 1671 er hann enn svo hress, að hann skrifar sjálfur undir bréfið til Þormóðs Torfasonar. Það væri því næsta ótrúlegt að hann hefði ekki orðið veik- innar var fyr en 1664—5. Hitt er miklu sennilegra, að fullur áratugur sé liðinn frá því, að hann verður fyrst veikinnar var og þar til er hann vill sleppa embætti sínu af hennar völdum. Og tuttugu til þrjátíu ára sjúkdómstími er miklu nær sanni með svo hægfara holdsveiki en tæp tíu ár. Fyrstu árin eftir að hann verður veikinnar var, verður hún honum ekkert til trafala líkamlega. Ef hann hefir orðið holdsveik- innar var 1656, hefir hann sennilega lítið hindrazt af henn- ar völdum fram yfir 1660. Þegar svo kemur fram um 1667 er alveg eðlilegt að veikin sé tekin að elna. En fram til he=;s síðasta virðist Hallgrímur hafa haft furðanlega krafta, *Leturbreyting mín. Ritstj.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.