Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 11
Sameiningin
9
Frú Caroline Christopherson
Faðir hennar var William S. Taylor; hann var bróðir hins
alkunna merkismanns John Taylor, sem hafði eftirlit með
landnámi fslendinga í Nýja íslandi. Ólst Caroline upp hjá
honum og hlaut ágæta mentun; annars verður ekki sá hluti
æfi hennar frekar rakinn, vegna þess að nauðsynleg skil-
ríki eru ekki fyrir hendi.
Eiginmaður Caroline var Sigurður Christopherson frá
Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit í Suður-Þingeyjarsýslu.
Giftust þau í Nýja íslandi. Fluttust þau hjón þaðan á
svæði það, sem nú nefnist Argylebygð. Land þar er frá-
bærlega frjósamt. Eggjaði jarðvegurinn menn til þess að
afla sér auðæfa, sem þar voru falin. Menn völdust þangað,
gæddir miklum sálar og líkamskröftum.
Var tekið til óspiltra mála að vinna landið til yrkingar.
Menn urðu ekki heldur fyrir vonbrigðum; auðæfin tóku
að streyma upp úr jörðinni; engjar reyndust grasgefnar og
akurlendi báru ágætan arð. Þessum arði var varið til þess
að koma upp reisulegum nýmóðins húsakynnum og margs-
konar umbótum.
Félagslíf var þá með miklum þrótt. Þau hjón Sigurður
og Caroline völdu sér heimili nær miðbygðar, og nefndu
það Grund; reistu þau prýðilegt íbúðarhús í yndislegum
eikarskógi við smávatn; var þar póstafgreiðla um nokkur
ár. Á hálendi við vatnið var ruddur prýðilegur lundur, og
stórt samkomuhús var bygt; nutu menn þar margrar gleði-
stundar. Það var því iðulega gestkvæmt á Grund af bygðar-
mönnum og fleirum lengra að. Sigurður gegndi ýmsum á-
byrgðarmiklum störfum; hann fór þrívegis til íslands í inn-
flutningserindum fyrir stjórnina, og var honum falið að
velja bygðarlög fyrir landa hér. Öll þessi starfsemi útheimti
iðulega fjarveru Sigurðar frá heimilinu; féll þá í hlut Caro-
line að gæta bús og barna og að sjá um að starfsemi heim-
ilisins og umboðsstörf fengju hagkvæma afgreiðslu.
Caroline eða Carie eins og hún var vanalega nefnd varð
prýðilega talandi á íslenzku og las hana einnig mjög vel.
mikil nautn að vera á gangi innan um hinar öldnu eikur,