Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 8
6
Sameiningin
aður, fjármál, mannfélagsmál eða stjórnmál, sem ráða ör-
lögum tuttugustu aldarinnar, og verða notuð af sagnritur-
um framtíðarinnar sem mælisnúra á þroska hennar og
vanþroska. Til grundvallar öllu böli og baráttu aldarinnar
liggur hið gamla stríð milli efnis og anda, uppgötvunar-
hæfileika mannanna annarsvegar, og siðferðisþroska þeirra
hinsvegar. Margoft hefir verið á það bent, að hin tæknilega
þróun hafi farið með mennina í gönur, vegna þess að sið-
ferðisþroski þeirra hefir ekki eflst að sama skapi. Þetta er
nokkuð sem öllum hugsandi mönnum er ljóst, en engir
fá rönd við reist, vegna þess að samstilling viljans vantar
hjá þeim sem með völdin fara í hinum ýmsu löndum.
f amerísku tímariti birtist fyrir skemmstu mynd af
Truman forseta og nokkrum af ráðherrum hans. Þeir eru
staddir á krossgötum í ókunnum landshluta. Vegamerki
benda í ýmsar áttir, og öll lofa þau ferðamönnunum að færa
þá til hins fyrirheitna lands hagsældar og hamingju fyrir
þjóð sína og allan heiminn. En ferðamennirnir eru hikandi,
og ræða um það sín á milli hverju vegamerkjanna þeir skuli
fylgja. Alt í einu sjá þeir skugga af háum og grönnum
manni nokkuð lotnum í herðum. Þeir skynja samstundis að
þar fer andi Abrahams Lincoln. Og andinn segir við þá: „Snú
ið við. Takið brautina sem liggur framhjá skólahúsinu litla
með rauða þakinu, og kirkjunni, og haldið svo beint áfram“.
Hugmynd! Táknmynd aðeins! Já, að vísu en harla lær-
dómsrík engu að síður, og mjög tímabær. Menn þurfa að
snúa við, hverfa aftur að hinum einföldu en þó háleitu hug-
sjónum skóla og kirkju, eignast jafnvægi fyrir skapgerð sína
og manndóm, viljaþrek og vitsmuni til að fara með þau
tæki efnis og anda sem þeim eru í hendur fengin. Menn
þurfa að eignast nýja trú á gildi og göfgi mannlegs lífs, á
köllun sína og hlutverk. Menn þurfa um fram alt að eignast
trú á Guð og bræðralag mannanna um allan heim. Öld
eins og vorri, hinni tuttugustu, sem ofmetnast af vizku
sinni og vísindalegri menntun, finnst að vísu fátt um slíka
leið, og telur hana. færa þeim einum sem sitja enn í „litla
skólahúsinu með rauða þakinu, og kirkjunni“. En það er
engin önnur leið til farsældar mönnum. Þá fyrst, er menn
hafa safnast þar saman sem sá vegur hefst, geta þeir haldið
beint áfram til þroska í tíma og eilífð.
Valdimar J. Eylands