Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 16
14 Sameiningin eins og áður er um rætt“. — Höf. víkur hér að hugmynd Guðmundar Kamban skálds um það hvernig Hallgrími hafi orðið við, er honum birtist þessi ægilegi sannleikur. „Það var því ekki að furða“, segir hann, ,,þó að penninn félli úr hendi hans um stund“. „Lokið átti nú að vera starfs- friðnum yndislega í Saurbæ. En ólokið var svo mörgum störfum — og þó einkum einu. Eftir fyrsta áfallið er ekki vafi hvert hann hefir leitað. Hann var búinn að prédika mörg ár á föstunni, hafði oft „sezt niður á einni langaföstu11 og lifað píslarferil frelsarans með honum. Hvað eftir annað hafði hann hugsað sér að færa þennan kjarna hinnar helgu sögu í búning ljóða. Hann hafði safnað til þess meira að segja ort út af píslarsögunni“. — „En nú stendur þessi píslarferill honum ennþá skýrar fyr- ir sjónum, þegar hans eigin píslarferill varpar á hann ljósi veruleikans. Sá er eldur heitastur, er á sjálfum brennur. En jafnframt því, að ljós hins ægilega veruleika skín á písl- arferil frelsarans, skín hið himneska ljós frá Jesú pínu á framtíð Hallgríms og veitir honum huggun og frið“. 1 píning- arsögu frelsarans finnur hann þær lífjurtir er draga sviðann úr hans eigin sárum. Hann öðlast jafnvægi, þótt hans eiginn krossferill sé framundan og færist nær. „Kvíðinn hverfur ekki. Mannlegt eðli skelfist við þessa útsýn. En hann lætur ekki bugast. Úr þessari deiglu eða í þessari deiglu verða til hans mestu meistaraverk, Passíusálmarnir og Alt eins og blómstrið eina. Er ekki sá sálmur eins og lýsing á þessu öllu saman? í eldinum skírðist skáldið og vígðist til síns mikla meistarastykkis. Holdsveikin verður honum hinn gló- andi altarissteinn, er snertir varir hans“. 1) Höf. játar, að þetta sem hér hefir verið sagt sé hugar- smíð, en þær hugsmíðar geta verið réttar sé vandað til þeirr- ar undirstöðu, sem þær eru byggðar á. Telur hann það senni- legt að menn haldi áfram að velta þessu fyrir sér hvers vegna að Hallgrímur hætti svo skyndilega við að yrkja Samúelssálma, en snéri með jafn óskiptum huga að Passíu- sálmunum. „Það verður“, segir hann, „haldið áfarm að leita að serafinum, sem tók glóandi steininn af altarinu og bar hann að vörum Hallgríms“. (Framhald). 1) Jes. 6, 6.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.