Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 4
2 Sameiningin svo að við frjósum ekki í hel — andlega talað. Það eru fjögur ljós, sem mig langar að minnast á, sem við þurfum að halda lifandi á árinu nýja. Fyrsta Ijósið sem við þurfum til að lýsa okkur er Ijós trúarinnar. Án þess er hætt við að förin verði þreytandi, ferðin örðug og torvelt að sjá leiðina heim. Trúin á Guð er þess megnug að gefa okkur jafnvægi og hugarró, •— hvað sem fyrir kann að koma. Án trúar ljóssins getum við ekki lifað í þessum dimma og drungalega heimi. Við minn- umst orða Matt. Jochumssonar í einu af ógleymanlegum ljóðum hans: „Hvað er það Ijós sem lýsir fyrir mér þá leið hvar sjón mín enga birtu sér? Hvað er það Ijós sem Ijósið gerir bjart og lífgar þessu tókni rúmið svart. Hvað málar ást á æsku brosin smá, og eilíft líf á feiga skörungsbrá? Hvað er þitt Ijós þú varma hjartans von sem vefur faðmi hvern einn tímans son Guð er það ljós“. Þegar að ljós trúarinnar á Guð lýsir þá fær alt mannlífið á sig annan blæ. Þrautir þess, þreyta og stríð hverfa. í trúarsamfélaginu við Guð birtast okkur dýrðlegar sýnir, sem eru þess megnugar að lyfta erfiðleikum hversdagslífsins í æðra veldi, er færir nýtt öryggi, er trúin á Guð ein fær veitt. Hún lætur okkur sjá og viðurkenna það bezta í sál- um annara manna; við lærum að skilja að allir menn eru börn sameiginlegs föður —• systkini á leiðinni heim til Guðs, er elskar alla menn. Næsta Ijósið sem við þurfum að tendra í sálum okkar er Ijós vonarinnar. En vonin og trúin eru systur sem að aldrei skiljast að, en eru jafnan í fylgd hver með annari. Þær kveikja ljósin hver hjá annari. Logi á öðru þessara ljósa þá lýsir Ijós hinnar einnig. Við þurfum að tendra vonar- ljósin, því að án þeirra er dimmt í huga og í heimi. Vonin birtir nýja möguleika. Lífið gjörvalt upplýsist af henni: „Mitt á hrygðar dimmum degi, dýrðlegt hún oss kveikir Ijós. Mitt í neyð á vorum vegi, vaxa lætur gleðirós“. —

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.