Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 9
Sameiningin 7 Hvaðanæfa Lúterskt eða „evangeliskt“ kirkjufélag var stofnað ný- lega suður á Italíu. Stofnfundurinn var haldinn í borginni Florence, og mættu þar fulltrúar frá 13 söfnuðum, sem allir gengu í þennan nýja félagsskap, rétt undir handarjaðri páfans. _____V____ í Mexico City hafa kaþólsku kirkjuvöldin lagt mikið kapp á að ná undir sig kirkju, sem hefir verið eign Biskupakirkj- unnar ensku síðan árið 1870. Höfðu páfamenn stuðning mikinn í þessu tiltæki frá atkvæðamönnum í stjórninni. Þó bilaði ráðagjörðin þegar Biskupakirkjan krafðist réttar síns. Niemöller prestur, sem frægur varð um heim allan fyrir að andæfa Hitler á Þýzkalandi, hefir nú verið að flytja fyrir- lestra vestur á Nýja Sjálandi, og fær þar ágætar viðtökur. Hefir hann fengið húsfylli hvað eftir annað í stærstu funda- sölum stórborganna. Biblíufélag Vesturheims — American Bible Society ■— hefir ákveðið að auka útgjöld sín um 800,000 dali á kom- andi ári, og verður þá árskostnaður félagsins nokkuð á fjórðu miljón. Viðaukanum verður varið aðallega til að út- breiða ritninguna á meðal Japana. — Þrjátíu miljónir ein- taka geta komið að góðum notum í Japan, segir Douglas MacArthur hershöfðingi; en þeirri þörf verður alls ekki full- nægt á einu ári. Borgin Washington er stundum kölluð höfuðból vín- drykkjunnar í Vesturheimi, og mun það ekki langt frá sönnu. Borgarbúar telja það velsæmisbrot mikið, ef ekki „glóir vín á skálum“ hvar og hvenær sem tignum mönnum er boðið til málsverðar eða í samkvæmi. Þó var út af þessu brugðið fyrir skemstu þegar Nehru, stjórnarformaður Indverja, og systir hans, frú Pandit, voru í boði hjá stórmenni þar í borg. Urðu þá gestir að sætta

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.