Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 18
16 Sameiningin barna réttinn. Farísearnir sögðu já með vörunum, en líf þeirra sagði nei. Tollheimtumenn og vændiskonur sögðu að vísu nei með vörunum, þegar kallið kom, en þetta fólk iðraðist oft, þegar því var það ljóst, að það var á villi- götum. Svo er það enn í dag. Margur hyggur sig heilagan orðinn, ef hann hefir svo og svo oft sagt: Herra, herra! En kjörorð trúarinnar er: Til Jesú! Og trúin er ónýt, nema einlæg iðrun fylgi. Þannig er annað svarið við spurningunni miklu: Vér komumst því aðeins inn í Guðs ríki, að vér höfum fyrst gengið á vald Jesú. En textinn gefur líka annað svar: 2. Sá einn er Guðs barn, sem meö alvöru og ábyrgðar- tilfinningu fylgir Jesú. Hversu auðvelt er ekki að segja: Herra herra! Hversu auðvelt er ekki að heita einu og öðru á hrifningarstund þegar hjartað brennur. Á hátíðlegu augnabliki hrífumst vér oft með. Hve heilagur og kærleiksríkur skal ég verða! Hversu mikið stórvirki skal ég framkvæma! Ég skal elska, biðja og iðja. Þannig er afstaðan svo oft á stund hrifning- arinnar. — En svo rennur upp stund freistingarinnar. Hvað varð þá úr heilagleikanum, kærleikanum og bræðralaginu? Manstu, hvernig fór. Þú sagðir já með vörunum, en nei með verk- unum. Það vantar ekki. Við segjum svo oft: Já, Drottinn minn! Þegar hættan vofir yfir, þegar náklukkan hringir. — Já í kirkjunni og á samkomunni, nei í gleðisalnum og því miður oft líka í þínu borgaralega starfi. — Já, segir löng- unin, þráin. Nei, segir viljinn! Já-ið þitt er fyrst að marka, þegar þú lifir að Guðs vilja. Brynleigur Tobíasson (Kirkjuritið)

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.