Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1950, Page 9

Sameiningin - 01.05.1950, Page 9
Sameiningin 55 hugsandi saklausum pilti, er feldi hlýjan hug til hennar. Hún nefndi hann sama gælunafni og alla aðra pilta, en hann tók orðin alvarlega — en leiðir þeirra skildu þó að þessu sinni, án þess að mikið yrði af kynningu þeirra. En tveimur árum síðar bar fundum þeirra saman á ný. Þá tjáði piltur- inn henni hug sinn allann, og gaf henni í skyn að hann hefði ástæðu til þess, þar sem að hún hefði nefnt hann „darling11. En stúlkan hló að honum og svaraði því til, að hún viðhefði það gælunafn við alla pilta er hún kyntist: Það er málvenja mín, að kalla alla pilta sem ég kynnist „darling“. Með öðrum orðum, hún viðhafði orðin án þess að þau hefðu nokkra merkingu til hennar. En þannig má það ekki vera, er við íslendingar biðjum hver öðrum bless- unar, með því að segja Gleðilegt sumar! — Óskin er táknrænt merki þess þakklætis sem í huga býr og á sér útstreymi í orðunum. Eðli hennar er að láta gleði og góðan kærleiksríkan hug streyma út til annara manna. En heillaósk eins og þessi er kröfuhörð, á þeim er ber hana fram; hún er heitstrenging og hátíðlegt loforð að auka á gleði annara, bæði leynt og ljóst. Með henni lofast sá er ber hana fram, að vera öðrum „vinur, er í raun reynist". Hann heitstrengir að varpa steinum úr leið fyrir honum; tala ekki illa um hann á bak, en láta orð sín og athafnir verma og hlýja og gleðja aðra, á sinn hátt eins og að blessuð sólin færir öllu ljós og yl, er hún eyðir klaka og græðir kalsár vetrarins. Þetta skilst mér vera að bera sumarið út meðal manna. Það er tilraun til að vera í samræmi við gró- anda þann er sumri fylgir. Þetta er yfirlætislaus kærleik- ur að verki. En eins og skáldið orðar það: „Alheimsmál kærleikans allsstaðar skilst og ómar þar fylst, sem blómin í hámskuggum bíða eftir degi“. — (G. G.) Til er forn helgisaga íslenzk um guðaþing er haldið var á himnum uppi er vetri jarðar tók að halla, leysingar voru um garð gengnar, og koma sumars var fyrir höndum. Að guðaþingi afloknu kallaði Vorguðinn alla engla er voru í þjónustu hans saman og mælti á þessa leið: „Nú er veldi vetrar að þrotna, bráðum tekur ís að leysa af ám og vötn- um. Blómin fara að vakna til lífs á ný, gróður færist nær og fer nú bráðum að skjóta frjóöngum.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.