Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1950, Side 11

Sameiningin - 01.09.1950, Side 11
Sameiningin 121 Hvaðanæfa Eftir séra GUTTORM GUTTORMSSON Kommúnistar hafa „blátt áfram haslað heimsfriðnum völl“ með árásinni á Suður-Kóreu, segir stjórnarnefnd kirkna-sambandsins ameríska, Federal Council of Churches. Nefndin hælir Bandaþjóðunum fyrir „skjótt og röggsam- legt viðnám“ í þeim ófriði. -----☆------ Annar félagsskapur, sem kallar sig „Samneyti til sátta- gjörðar” — Fellowship of Reconciliation — lítur öðruvísi á þær sakir. Félagið hefir útbýtt til undirskrifta mótmæl- um gegn þátttöku Vesturheimsmanna í þessu stríði. Hér er Trumans kenningin að verki, segja félagsmenn; og hún reynist alls enginn friðarvegur; hún hefir leitt til þess, að Rússar og Bandaríkjamenn etjast nú við um heimsvöldin og láta hart mæta hörðu. Kennimenn ýmsir hafa skrifað undir skjalið. -----☆------ Trúboðshreyfing mótmælenda hér í álfu heldur enn áfram, og með býsna góðum árangri. Sjö þúsund söfnuðir Baptista suðvestanvert í Bandaríkjunum bættu við sig hundrað og tuttugu þúsund meðlimum í vor á einum mán- uði. Tuttugu þúsundir bættust á fáum vikum í hópinn hjá Meþodistum í Indiana. Þrír af hverjum fimm í þeim liðs- auka höfðu aldrei verið í söfnuði áður, eða borið fram kristna játningu. -----☆------ Evangelíska kirkjan lúterska — Norska kirkjan öðru nafni — hefir í síðastliðin fimm ár stofnað nýjan söfnuð á hverjum átján dögum. Heimatrúboðsnefndin lánar ung- um söfnuðum alt það fé sem þeir þurfa til kirkjubyggingar; en eldri söfnuðir veðsetja sínar kirkjur til arðs fyrir þann hjálparsjóð. Þar er unnið af áhuga, heldur en ekki. ------------ Litlar fréttir berast af Mindszenty kardinála, sem kommúnistar á Ungverjalandi sökuðu um landráð í fyrra

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.