Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1950, Page 12

Sameiningin - 01.09.1950, Page 12
122 Sameiningin og dæmdu í æfilangt fangelsi. Þó mun hann vera lífs, enn sem komið er. En Lajos Ordass, biskupinn lúterski, sem borinn var svipaðri sök og hneptur í varðhald, hefir nú fengið lausn úr fangelsi og er í gæzlu heima hjá sér. Hvað valdið hafi þeirri linkind hjá Bolsevikum er ekki ljóst. -----☆------- Ungmennadeild Ensku kirkjunnar gaf út nýlega messu- form til notkunar á Æskudegi Bretaveldis — Empire Youth Day. í því skjali standa þessi bænarorð meðal annara: „Fyrirgef oss, vér biðjum þig, allrar ávirðingar í sögu veldis vors; ásælnina, hugsunarleysið um hag lítilmagnans; for- dómana og deilurnar, sem vér höfum egnt og aukið; þröng- sýnið, óréttlætið og vorkunarleysið". — Slíka bersögli gátu margir eldri leikmenn með engu móti þolað. Þeir heimtuðu, að þessum bænarorðum yrði breytt; kváðu víst að kommúnistar mundu gjöra sér mat úr öðru eins. — Kusu þeir heldur að vera þagmælskir við Guð en opinskáir við illgjarna veröld. -----☆•------ Um þessar mundir hafa tveir heimsfrægir kirkjumenn verið á ferð hér vestan hafs — Niemöller prestur, og Japan- inn Toyohiko Kagawa. Víða í Japan, segir Kagawa, geta sunnudagsskólar ekki annast helminginn af þeim barna-skara, sem beiðist upp- fræðingar hjá þeim á hverri helgi. Veldur því, segir hann, skortur á húsnæði og kennurum. Kagawa biður í Drottins nafni um fleiri trúboða; ef ekki presta, þá leikmenn, bara að þeir séu góðir að kenna, og vel kristnir. Báðir eru þeir friðarmenn, Kagawa og Niemöller Kagawa kannast þó við, að alþjóðaher muni nauðsynlegur til löggæzlu fyrst um sinn. Kennir hann ofbeldisstefnu Rússa um stríðið í Kóreu. En Niemöller segir, að þegar í óefni sé komið, þá muni trúin reynast öflugri til friðar en ótti og yfirgangur. -----☆------- Samsæti mikið og vegsamlegt héldu Demokratar snemma í sumar, suður í Chicago. Spöruðu þeir hvorki mat né drykk, og sízt ræðuhöldin, á þeim heilladegi. Sjálfur for- setinn flutti þar ræðu og hældi flokki sínum fyrir dáðir hans allar, og hollustu við land og þjóð. — Hátíðarhaldið kostaði stórfé, eins og nærri má geta.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.