Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1950, Side 16

Sameiningin - 01.09.1950, Side 16
126 Sameiningin Þennan áminnsta dag, kl. 8 að kvöldi kom söfnuðurinn saman í kirkju sinni til þess að taka formlega við presti sínum, við hátíðlega innsetningar athöfn. Forseti kirkju- félagsins, séra Egill H. Fáfnis frá Mountain var þar staddur; framkvæmdi hann innsetningar athöfnina, að lokinni pré- dikun þar sem hann beindi orðum sínum einkum til prests- ins. Séra Valdimar J. Eylands prestur Fyrsta lúterska safn- aðar í Winnipeg var þar og staddur. Tók hann þátt í at- höfninni, flutti hann kveðjur frá söfnuði sínum, og hélt síðan ræðu þar sem hann mælti áminningar- og hvatningar- orðum til safnaðarins. Var guðsþjónustunni að þessu leyti hagað samkvæmt leiðbeiningum um slíkar athafnir í hand- bók sameinuðu lútersku kirkjunnar. Forseti las einnig einkar hlýlegt bréf með árnaðaróskum til prests og safn- aðar frá Dr. Rúnólfi Marteinsson í Winnipeg, en hann hefir, sem kunnugt er, veitt Lundar söfnuði allmikla þjón- ustu nú hin síðari ár, og mun hafa stuðlað að köllun séra Jóhanns. Hinn nýi sóknarprestur ávarpaði svo söfnuðinn í messulok með lipurri og hjartnæmri ræðu. Safnaðarsöng- ur undir stjórn Vigfúsar Guttormsson var hinn bezti, og var enda stór söngflokkur til aðstoðar. Að messugjörð afstaðinni fóru fram mjög rausnarlegar veitingar í samkomuhúsinu Björk. Fyrir þeim stóðu djákn- ar safnaðarins, og aðrar konur sveitarinnar. Var hér í öllu vel á stað farið, eining og áhugi augsýnileg, og spáir það góðu um framtíðina fyrir prest og söfnuð. V. J. E. ___________*___________ Ánægjustund Mér er í hug að setja niður á blað, stutta, látlausa sögu. Hún segir frá ánægjustund, sem við hjónin, Ingunn og Rún- ólfur, áttum á þessu sumri. Það voru börnin okkar, sem þar áttu hlut að máli. Við eigum fjögur börn á lífi; þau eru: Guðrún, Mrs. C. E. Hill, í Armstrong, B.C.; Jón Lárus, kona hans Nora, í Hudson, í Ontario; Theodis, Mrs. A. L. Paine, í Ninette, Man.; og Brandur Thomas Hermann, kona hans Anna, skurðlæknir í Vancouver, B.C. Öll eru tengdabörnin óíslenzk.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.