Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1950, Side 17

Sameiningin - 01.09.1950, Side 17
Sameiningin 127 Þessi hópur vissi, að við hjónin áttum 50 ára giftingar- afmæli 30. júní síðastliðinn, og ákváðu þau að eiga fagnað- arfund með okkur þann dag. Paines hjónin buðu að hafa mótið hjá sér. Dr. Paine er umsjónarmaður heilsuhælisins í Ninette og eiga þau heimili þar. Á því heimili var konan mín meir en sex mánuði í vetur eftir áfall, sem hún varð fyrir í Winnipeg, í desember. Þau hjónin önnuðust mótið að öllu leyti. Konan mín var þá með þeim í Ninette, en ég um þær mundir í Winnipeg. Miðvikudaginn, 28. júní, komu þau Dr. Hermann, kona hans Anna, og systir hans Guðrún, með flugskipi frá Van- couver til Winnipeg. Ásamt tengdabróður mínum, A. S. Bardal, og konu hans Margréti, mætti ég þeim á flugvell- inum, og fórum við öll heim til Miss Theodoru Hermann, á Lenore St., sem efndi til móttökufagnaðar og bauð þangað nokkrum vinum. Daginn eftir kom Jón, með lest, austan frá Hudson. Þann dag fóru þau fjögur og ég með þeim í bíl vestur til Ninette. Næsta dag, föstudaginn, 30. júní var mótið haldið, í húsi Paines hjónanna. Frá Winnipeg komu þau Mr. og Mrs A. S. Bardal, Miss Theodara Hermann, Mrs. Lára Burns,- og Miss Jenny Johnson. Eftir beiðni okkar kom séra Eric H. Sigmar, frá Glenboro, til að annast guðræknisathöfn. Þar var einnig með okkur Payne, prestur Sameinuðu kirkjunnar canadísku í Ninette. Flytur hann einnig guðsþjónustur á heilsuhælinu. Dr. Paine, tengdasonur okkar, skipaði for- sæti á mótinu og fórst honum það prýðilega. Hann ávarp- aði hópinn með hlýjum og vel völdum orðum. Bað hann svo séra Eric að annast guðræknisstundina. Hann lét syngja tvo sálma, las Biblíukafla, flutti ávarp og bæn. Síðar söng hann einsöng. Alt var þetta yndislega af hendi leyst. Úr djúpi sinnar tryggu vináttu, flutti tengdabróðir minn, A. S. Bardal, nokkrar endurminningar, ásamt árnaðaróskum. Jón sonur okkar hafði orð fyrir systkinahópnum og flutti okkur ljúft mál. Payne prestur flutti vingjarnlegar ham- ingjuóskir. Ég túlkaði innilegt þakklæti okkar hjónanna með nokkrum orðum. Veizlufagnaðurinn var með fullum hátíðarbrag, og allir samankomnir áttu þar glaða stund hver með öðrum.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.