Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 5
Sameiningin 163 lifa, hámark andlegs þroska; til dæmis má benda á Jóhannes skírara, fyrirrennara Frelsarans. „Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir“. Sannleikurinn er að þeir sem ekki eru andlega sinnaðir eða Guði vinveittir, sjá hvorki himneskar sýnir né heyra himneska söngva. Þessir fjárhirðar hafa tilheyrt, þó þeir væru fátækir og lítils megandi, þeim sama og sanntrú aða flokki ísraels, sem María og Jósef, Sakarías og Elísabet, Símon og Anna skipuðu. Þessir fjárhirðar, sem engillinn heiðraði með heimsókn sinni á nóttu nóttanna, hafa verið sterktrúaðir menn, sem voru að skygnast inn í hið ósýni- lega og eilífa, leitandi að því Guðs ríki, sem átti einhvern tíma að opinberast hjá allri þjóðinni, og sjást í hjartafari Israels og framkomu. Inst í sálarlífi fjárhirðanna bærðist vonin að umsagnir spámannanna um komu Messíasar mundu rætast á sínum tíma, en þessir menn þó sanntrú- aðir væru áttu alls ekki von á að himneskur sendiboði mundi til þeirra koma og tilkynna þeim persónulega fæð- ingu Frelsarans — og þeir urðu hræddir. „Óttist ekki“, sagði engillinn, „því ég flyt yður gleði- boðskap um mikinn fögnuð sem verða mun fyrir allan lýð- inn; því að í dag er yður Frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs“. 1 sömu svipan sem engillinn sagði fjárhirðunum frá fæðingu Frelsarans, birtust himneskar hersveitir, sem sungu: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og á jörðu friður meðal manna, sem velþóknun er á“. Það voru augu fjárhirðanna, sem sáu þessa undrasýn og það voru þeirra eyru er gripu hljómöldur himneska söngsins. . . „Og á jörðu friður meðal manna, sem velþóknun er á“. I dag er ekki friður meðal manna; viðhorfið er mjög ískyggilegt — en myrkrið og hávaði nútímans geta ekki hulið ljós Frelsarans eða kæft söng englanna í hjörtum hinna sanntrúuðu. Með hinn ógleymanlega söng í eyrum sáu fjárhirðarnir ljósið himneska hverfa með burtför englanna til hæða og jörðin var skilin eftir í skuggum næturinnar. Frásögn guðspjallamannsins um fæðingu Frelsarans er allra umsagna undraverðust og fegurst. Sagan er stutt, ein-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.