Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 6
164 Sameiningin föld og blátt áfram. Lúkas segir frá þessum mesta viðburði í mannkynssögunni í fáum orðum. Sá sem boðaði fæðing- una var engill og með honum englakór. Gullþvegið ljós streymdi frá himnum ofan á jörð, og baðaði umhverfið i helgidómsgeislum almættisins. Það er ekki verkefni dauðlegs manns að útskýra það sem skeði á hæðunum umhverfis Betlehem á fyrstu nótt jóla. Hvar og hvenær sem frásögnin um fæðingu Frelsarans er lesin og túlkuð af andanum, þá skapar hún óviðjafnan- lega mynd af jarðneskri fegurð og viðkvæmni og ljómar í háfleygi himneskrar elsku. Og hver sem örlögin kunna að vera sem aðfinningarsemin geymir í skauti sínu fyrir frá- sögnina, þá mun hún samt æfinlega verða það tákn sem flytur heilagar hugsanir til allra sem meðtækilegir eru fyrir hið sálræna og guðdómlega. „Því í dag er yður Frelsari fæddur sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs“. Tiltekni tíminn var þessi dagur. Þessi viðburður hafði verið áformaður. Alt var undirbúið. Gyðingaþjóðin hafði verið undirbúin andlega til að leiða sannleikann í ljós. Grikkir gáfu þá þekta heiminum alls- herjar tungumál og farvegir Rómverska ríkisins lágu í all- ar áttir og gerði það auðveldara að útbreiða fagnaðarerind- ið. Á því tímabili sem Kristur fæddist var allsherjar friður. Guð sjálfur hafði skipulagt alt viðvíkjandi fæðingu síns elskulega Sonar. Það var engill Drottins sem vakti yfir barninu og verndaði það frá allri hættu. Fæðing Jesú er heimsins stærsti viðburður því koma hans til jarðarinnar flutti sögu mannanna inn á nýjan farveg til Guðs og heilla. Jólin færa okkur gegnum trúna á Frelsarann von um betri og batnandi heim, um frið, bróðurkærleik, elsku og samvinnu meðal Guðsbarna. „Það undur hvarf en aldrei skal hið dýra þó undrið hverfa, er birtist þetta sinn; og ljósið hvarf en ljósið Jesú skýra það líður aldrei burt fyrir anda minn, og englar hurfu og ásýnd þeirra hýra en aldrei hverfa skal þó Frelsarinn; og englaraustin þó fyrir löngu þegi, skal þeirra gleðiboð þó firnast eigi“.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.