Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 7
Sameiningin 165 Jól í sveit ó íslandi Eftir MRS. G. JÓHANNESSON Jól í sveit á Islandi: Það er einhver töfraljómi yfir þessum orðum. Þegar ég var barn sögðu foreldrar mínir (Jónas og Sigríður Helgason í Argyle-bygð) mér frá jólunum í sveitinni þeirra heima. Það voru jól, sem byrjuðu kl. 6 á aðfangadaskvöld; þá þurftu allir að vera búnir með verkin sín, og komnir í beztu fötin, sem þeir áttu. Svo var börn- unum gefin kerti, sem þau kveiktu á og létu loga nóttina helgu. Það er nú langt síðan að ég hlustaði hugfangin á þessar frásagnir, en töfraljóminn af þeim skín enn bjartur í safni minninganna. Og því var það sérstök gleði fyrir mig að vera gestur hjá frændum og vinum í Mývatnssveit í S. Þingeyjarsýslu á íslandi, veturinn 1948—49, og mega hlakka þar til jólanna. Það er fagurt útsýnið í sveitinni; fjallahring- urinn og vatnið með hólmunum í. Að vísu voru fjöllin nú þakin snjó svo að glitraði á þau í gegn um blámóðuna, og vatnið var ísi lagt, en þess meira gaman að ferðast yfir það þvert og endilangt í jeppabíl; og gaman var þegar hópur af álftum flaug upp við hliðina á okkur, því heitir hverir valda því að vatnið frís þar ekki, og eru víða auðir blettir innan um ísinn. Mér fanst að náttúran í vetrardýrð sinm gjöra sveitina enn yndislegri og svipmeiri. En margt var nú breytt síðan foreldrar mínir áttu þar heima, þá voru engin steinsteypt hús eða rafurmagnsljós. Nei: þá voru dimmir og kaldir torfbæir, og þó var fólkið hér svo sælt, og enn elskar hann pabbi sveitina sína. Og nú var ég þarna komin, og mér var tekið svo vel, rétt eins og að ég væri komin heim eftir langa burtveru. Ég sat oft við gluggann í herberginu mínu og horfði yfir vatnið, og sá Belgjarfjall; þar skamt frá stóð bærinn hans pabba. Mér datt í hug kvæðið hans Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi — Við Sellandsfjall í Mývatnssveit. Seinasta erindið er svona: Hver er sá máttur, sem hugann heillar til heimkynna nótt og dag. Bláfjalla seiðurinn bylgju-hvíslið og barnsins hjarta lag.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.