Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 12
170 Sameiningin Sálmaskáldið Valdemar V. Snævarr Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK Ýms íslenzk samtíðarskáld, og sum hin kunnustu í þeirra hópi, svo sem Einar Benediktsson, Davíð Stefánsson, Jakob Jóh. Smári og Jón Magnússon, hafa ort fagra sálma, er teknir hafa verið upp í nýjustu útgáfu (1945) af Sálma- bókinni. Þó mun óhætt mega segja, að af íslenzkum skáldum, sem nú eru uppi, hafi þeir séra Friðrik Friðriksson, dr. theol. og Valdemar V. Snævarr skólastjóri lagt mesta rækt við sálmaskáldskap. Eftir séra Friðrik eru margir ágætir sálmar, frumsamdir og þýddir, í nýju Sálmabókinni, og einnig eru þar sumir af fegurstu sálmum Valdemars skóla- stjóra. Miklu sannari mynd af honum sem sálmaskáldi er þó að finna í sálmasöfnum þeim og andlegra ljóða, sem hann hefir gefið út. En áður en lengra er farið, mun rétt að segja frekari deili á honum, vestur-íslenzkum lesendum til fróðleiks. Hann heitir fullu nafni Valdemar Valvesson Snævarr og er fæddur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd 22. ágúst 1883. Lauk gagnfræðaprófi á Möðruvallaskóla 1901, stund- aði framhaldsnám næstu árin, varð því næst skólastjóri barnaskólans á Húsavík 1903—14, og síðan skólastjóri í Nesi í Norðfirði fram til 1943. En ýms önnur störf hafði hann jafnframt með höndum, og hefir ritað kennslubækur, meðal annars Kirkjusögu (1934). Hann hefir þá einnig látið sig kirkjumál miklu skifta, og setið í stjórn almennra kirkju- funda árum saman. Hann hefir einnig um langt skeið starfað af miklum áhuga að bindindismálum í þágu Góð- templarareglunnar íslenzku. Ennfremur hefir hann ritað greinar í blöð og tímarit, íslenzk og dönsk. Langt er síðan sálmar og andleg ljóð Valdemars fóru að birtast í íslenzkum blöðum og tímaritum, og vöktu þau athygli ljóðelskra manna, ekki síst þeirra, er sálmaskáld- skap unna. Fyrsta ljóðasafn hans, Helgist þiti naín (Söngvar andlegs efnis) kom út í Reykjavík 1922; „lítil bók, en fuli af fegurð og friði“, eins og prófessor Magnús Jónsson sagði um hana í ritdómi í Eimreiðinni það ár.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.