Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 4
162
Sameiningin
Þótt háir turnar hrynji,
heimurinn sýnir sig.
Þitt hjarta gefðu Guði;
hann getur varðveitt þig.
Tak barnið inn í brjóst þitt;
það býr þér friðarskjól,
án þess getur þú eigi
öðlast Guðs himnesk jól.
Það ljós, sem aldrei eyðist
augu þín megi sjá;
sú jólagjöf þér gefist
Guðs helgidómi frá.
Þá sigrar þú um síðir
og syngur lofsönginn,
sem hjarðsveinarnir heyrðu,
í hjörtun meðtekin.
____________-t-_________
Ljósið alheimsins
Lúkas 2: 1.—14.
Eftir séra SKÚLA J. SIGURGEIRSSON
„Dýrð sé Guði í upphæðum, og á jörðu friður meðal
manna, sem velþóknun er á“.
„Og í þeirri bygð voru fjárhirðar, er voru úti og héldu
náttvörð yfir hjörð sinni“.
Auðvitað voru fjárhirðar í öðrum bygðum, en sú
bygð, sem Lúkas á við í frásögninni um fæðingu Frelsarans,
er héraðið umhverfis forn-bæinn Betlehem, eða þær stöðv-
ar þar sem Davíð konungur hafði á liðnum öldum haldið
náttvörð yfir hjörð sinni. Þetta var söguríkt umhverfi. Það
var á þessum stöðvum undir alstirndum himni í kyrð næt-
urinnar að Davíð orti sinn ódauðlega sálm: „Drottinn er
minn hirðir, mig mun ekkert bresta“. Traust Davíðs á
Drotni hafði þroskast í sálu hans meðal þessara sömu hæða
skamt frá Betlehem og þar sem fjárhirðar öldum síðar
sáu á fæðingarnótt Jesú Krists þá undraverðustu og dýrð-
legustu sýn, sem komið hefir fyrir augsjón manna. Þeir sem
gættu fjár voru í nánu sambandi við náttúruna í hennar
frumeðli, og það er oft að finna, meðal þeirra sem þannig