Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 11
Sameiningin 169 andi Guðs, sem vöxtinn gefur. Það blómstra jafnvel bláfjöllin biskupsstólinn yfir þinn. I hverri sókn um ísland alt upp þú reisir krossins merkið, þig Guð blessar þúsundfalt þitt vel unnið kærleiksverkið; þín logar elskan orkunnar á altarinu kirkjunnar. Löng er brautin birtunnar: boðorð Guðs frá sál til sálar. Kennimaður kristninnar, kraftinn Drottins út sem málar, þú ert hann: Guð sendi sitt hið sanna ljós í hjarta þitt. Þú veitir öðrum verðlaun þín, sem vara bezt þá mest á ríður. Frá þínum arineldi skín umhyggjan, „því tíminn líður“. Þú gjörðist röddin gróandans, þú greiðir veginn Frelsarans. I faðmi Guðs er framtíðin, fögnuð þann í brjósti berum. Heitur sýnist himininn, höfðinu yfir hvar sem erum. Æðri himinn sál þín sér: sæluna sem eilíf er. _____________+_____________

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.