Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 17
Sameiningin 175 Frú Alma og séra Bjarni A. Bjarnason Flutt til Bandaríkjanna Eftir séra VALDIMAR J. EYLANDS Tilhlýðilegt mun að geta þess í málgagni kirkjufélags- ins enda þótt það sé áður kunnugt, að einn af kennimönn- um vorum, séra Bjarni Archibald Bjarnason, fyrrum prestur norður Nýja-íslands, að Arborg, hefir nú sagt því embætti lausu, og gerst prestur á heimatrúboðssvæði United Lut- heran Church, og á nú heima að 2521, 6th Avenue í borg- inni Pueblo, í Colerado ríki. Hóf hann þar starf með byrjun nóvember mánaðar. Séra Bjarni er fæddur 6. febrúar 1905 í Winnipeg For- eldrar hans voru þau séra Jóhann Bjarnason, sem lengi var prestur í Arborg, og Helga Jósefsdóttir, kona hans. Séra Bjarni var alinn upp að mestu í Nýja-íslandi, en æðri skóla- menntun sína hlaut hann í Winnipeg, Seattle, og Minne- apolis. Hann tók prestsvígslu á kirkjuþingi í Selkirk, 24. júní 1934. Hlotnaðist honum þá sá óvenjulegi og sérstæði

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.