Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 8
166
Sameiningin
Árla morguns var ekið heim
og opnaðar gamlar dyr.
Til einnar nætur er tjaldi tylft
en tindurinn st.endur kyr.
Eins var það með Belgjarfjall. Það breytist ekki. Og
ekki heldur trygð og vinskapur fólksins í sveitinni.
Og nú voru jólin að nálgast, og þá þurfti að sækja
féð austur á Hólsfjöll, þar sem það var skilið eftir fyr um
haustið þegar farið var í göngur. Tólf menn fóru í þennan
leiðangur og voru í rúma viku í burtu. Héldu þeir til í
Péturskirkju, sem er sæluhús eða kofi austur á fjöllum og
dregur nafn af Pétri Jónssyni í Reynihlíð, því að hann
mun hafa drifið í því að hús það var bygt. í þessum kofa
eru gæruskinn til að sofa á og ullarteppi til að breiða ofan
á sig, og svo eru þar matarílát og eldavél. Mennirnir höfðu
með sér nóg af mat og gátu haft það notalegt. En þeim gaf
ekki vel fyrstu dagana, því þá skall á þá öskrandi bylur.
En strax og stytti upp var farið að leita. Þeir höfðu með
sér símatól, “Portable Telephone”, og gátu þannig komist
í samband við sveitina. Pétur í Reynihlíð og foringi leitar-
manna höfðu mælt sér mót við símann kl. 8 á kvöldin, því
að ekki var hægt að hringja. Þar var nú lengi „hallóað“
þangað til að heyrðist í báðum. Var þá spurt frétta: „Hvað
fundu þeir margar kindur?“ spurði Pétur. „Og hvernig er
spáð með veður?“ spurði hinn. Heldur var þetta nú ólíkt því
sem tíðkaðist fyr meir, hugsaði ég, að fara í göngur um
hávetur, sofa í notalegu húsi og tala svo heim í sveit. Svo
kom dagurinn, sem búið var að finna allar kindurnar, og
nú var von á mönnunum heim með féð um kvöldið. En sá
dagur var nokkurs konar hátíðisdagur í Reynihlíð, því
það var verið að búa til laufabrauðið til jólanna. Það er
gamall og fallegur siður, frá þeim tíma sem lítið var um
birtu og blóm fyrir börnin; þá hefir víst einhverri móður
hugkvæmst að gleðja þannig börnin sín, með því að lofa
þeim að skera út laufakökurnar. Ég hafði aldrei séð þetta
gjört fyr og hafði gaman af að læra að skera út allslags
lauf og rósir og stafi á kökurnar. Krakkar og fullorðnir
komu af næstu bæjum til að hjálpa við að skera út. Við
bjuggum þarna til á fjórða hundrað kökur, sem voru svo
steiktar og geymdar til jólanna. Þetta er ekki svo lítill þátt-