Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 9
Sameiningin
167
ur í jólagleði barnanna, og tilhlökkunin er mikil, að búa
til laufabrauðið. Og svo er líka gott að borða það.
Um kl. 8 fórum við svo að horfa eftir mönnunum með
féð. En þetta kvöld var glaða tunglsljós. Það var kominn
nokkur snjór, en dagana á undan hafði verið hláka, en
svo kom frost, og nú glitraði alt og glansaði í tunglsskininu.
En kl. var orðin 10 þegar við fyrst sáum til þeirra. Þeirri
sjón gleymi ég ekki á meðan ég lifi: að sjá þessa hvítu
breiðu koma líðandi niður fjallshlíðina, hægt og rólega
heim að bænum, því bæði menn og fé voru þreytt: 1200
kindur og 12 menn á skíðum sem ráku hópinn og svo
tryggu og vitru smalahundana, sem fylgdu þarna húsbænd-
um sínum — það var alveg hrífandi. Svo voru kindurnar
settar í girðingu, og næsta morgun í réttina þangað sem
bændur komu og drógu hver sitt fé.
Tíminn leið nú ört, og tveimur dögum fyrir jól var
farið austur í Kamba í Reykjahlíðarlandi og sótt þangað
birkitré, og var það sett upp í stofunni í Reyniblíð. Það
var komið með grænan mosa úr klettagjá, en vegna jarð-
hita og vætu er mosinn þar altaf grænn. Var hann svo
vafinn utan um greinarnar á trénu, og þarna var komið
fallegt jólatré. Það var svo puntað með heimatilbúnum
pappírsrósum og festum úr reyniberjum strengdum á spotta.
Og svo voru sett á tréð kerti, sem kveikt var á. Nú var
stofan virkilega orðin jólaleg. Og frammi í eldhúsi var
mikið annríki. Það var verið að búa til allslags jólamat, og
sjóða hangikjöt. Og loks rann upp hinn langþráði dagur,
aðfangadagur jóla, og loftið var þrungið af tilhlökkun og
gleði. Klukkan var að verða sex, verkunum var lokið og
fólkið komið í beztu fötin sín. Við settumst síðan við jóla-
borðið til kvöldverðar; en það var ekki „Turkey“, heldur
sætsúpa og hangikjöt. Og þegar búið var að borða var opn-
að útvarpstækið og hlustað á jólaguðsþjónustu úr Dóm-
kirkjunni í Reykjavík og jólaboðskap frá biskupinum. Þeg-
ar því var lokið stóðum við á fætur og óskuðum hvert öðru
gleðilegra jóla; tókum saman höndum og gengum í kring
um jólatréð og sungum „Heims um ból“ og fleiri jólasálma
og opnuðum svo jólagjafirnar. Á milli jóla og nýárs var
haldin barnasamkoma í samkomuhúsinu á Skútustöðum.
Þar var stórt jólatré og góðgæti fyrir börnin, og þau sungu
og dönsuðu í kringum jólatréð. Lítil börn á aldrinum 4 til