Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 16
174
Sameiningin
við verkið, en heimtar hærra kaup; en alþýðan eyðir pen-
ingum í alls konar munað og beinir svo framleiðslunni
burt frá nauðsynjum. Liggur því viðnámið á sviði trúar
og siðgæðis; kirkjan þarf að taka djarft á þessu meini —
og það gjöra klerkar óspart, þar í Ástralíu.
----------☆-----------
Vofa Hitlers gengur ljósum logum suður í Alabama-
ríki, segir leiðandi maður í hópi Baptista suður þar. Vottur
um reimleika þann, segir prestur, er erfðaskrá miljónamær-
ings í Birmingham, sem Woodward hét. Skjalið ákveður,
að þrem miljónum sé varið til að stofna skóla eða uppeldis-
hæli fyrir hvíta drengi, — en svertingjasveinar fá þar ekki
vist, af því að dagfar þeirra, hugsunarháttur eða innræti
getur að hyggju gefandans haft spillandi áhrif á hvíta
hópinn. Gyðingum skal líka neitað um vist á þessari stofn-
un. Ber þetta ljósan vott um það, að andi Hitlers sé enn
á kreiki suður í Alabama, segir Baptistinn.
----------■☆■---------
Gamall glæpur hefir nú nýtt nafn í alþjóðalögum.
Hann heitir nú á ensku máli Genocide, sem þýða mætti
„kynsmorð“ eða „þjóðardráp“. Er þar átt við eyðingu þjóð-
ar, ættkvíslar eða trúarflokks, annað hvort í heild eða að
parti. Yfir 20 þjóðir hafa nú samþykt nýja löggjöf gegn
glæp þessum og lagt skjalið fyrir þing Bandaþjóðanna til
staðfestingar.
Eftir lögum þessum má kæra þjóðir eða einstaklinga
um glæpinn, og sækja það mál að lögum annað hvort
fyrir dómstólum einstakra þjóða, eða í alþjóðadómi.
Hryðjuverk Hitlers-manna, einkum gasklefarnir al-
ræmdu, þar sem þeir félagar drápu þúsundir Gyðinga, eru
vitaskuld undirrótin að þessari löggjöf. En glæpurinn sjálf-
ur er engin nýjung, ekkert einsdæmi.
í þessu sambandi rekur mann ósjálfrátt minni til hryðju-
verksins á Frakklandi, þegar páfamenn drápu mótmæl-
endur í þúsundatali — alt að fimtíu þúsundum, segja sum-
ar heimildir — nóttina fyrir Bartólómensarmessu, 24. ágúst,
1575, og næstu daga; og páfinn í Róm lét syngja messur í
öllum kirkjum þeirrar borgar heilögum guði til lofs og
dýrðar fyrir það ódáðaverk. — Ekki var genocide Hitlers
mikið verra.