Sameiningin - 01.12.1950, Blaðsíða 14
172
Sameiningin
hans. Fagur og áhrifamikill í látleysi sínu er sálmurinn
„Vér trúum — þó að logi lágt vort litla trúarskar“. Hreim-
mikill og hrífandi er einnig þakkarsálmurinn í tilefni af
stofnun íslenzka lýðveldisins. (Undir laginu: „Vakna, Síons
verðir kalla“), og er þetta annað versið:
Þúsundradda þakkarhljómum
frá þjóðarinnar helgidómum
skal hylla þá, sem börðust bezt.
Saga’ er minnug sinna manna.
Á silfurspjöldum minninganna
hvert nafn er römmum rúnum fest.
Frá fjalli’ að fjarðarál
nú flutt skal þakkarmál.
Dýrð sé drottni!
Hann gaf oss menn,
og gefur enn,
er hefja vörn og sókn í senn.
Margt er annarra prýðisgóðra og trúarheitra sálma 1
safninu, frumortra og þýddra. En mér sýnist fara vel á því
að ljúka þessari stuttorðu umsögn, sem rituð er með jólin
í huga, á eftirfarandi jólasálmi, sem lýsir fagurlega lífs-
skoðun höfundarins, heitri trú hans og hugsjónaást, og er
einnig sérstaklega tímabær, eins og nú er umhorfs í heim-
inum (Lag: „Þann signaða dag“):
Kom blessuð, þú nótt, sem boðar frið,
Kom blessuð til íslandsstranda.
Kom blessað, þú heilagt himnalið,
með harmbót til allra landa.
Kom, drottinn, og set þú sátt og grið
og sendu oss helgan anda.
Það dimmir svo oft í heimi hér;
því hroki og sundrung veldur.
Og útskúfað friðarengli er,
en ofstopinn velli heldur.
— En jólanna helgi um hjörtun fer
sem hreinsandi drottins eldur.