Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1958, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.04.1958, Blaðsíða 9
Sameiningin 7 Frú Flora Benson gaf skýrslu sína um Sameininguna. Var hún mikið rædd og gengu þeir prestar Kirkjufélagsins, sem ekki eru af íslenzkum ættum fram fyrir skjöldu og hvöttu til aukinnar útbreiðslu. Létu enda ekki sitja við orðin tóm, því þeir gengu á milli fulltrúa með áskriftareyðu- blöð og fengu marga nýja áskrifendur. Fékk séra John Fullmer einn um 20 nýja áskrifendur! Kvöldsamkoman var helguð æskulýðsstarfi, þar töluðu séra Jack Larson, séra Eric Sigmar, Dennis Eyolfson, séra Donald Olsen, séra Wallace Bergman og John Marteinson, sem mun hefja guðfræðinám að hausti. Starf þingsins hélt svo áfram að morgni með nýjum skýrslum og öðru því, sem upp kom. Má þar t- d. nefna þrjátíu ára prestsskaparafmæli séra Eiríks Brynjólfssonar. Voru honum, fjölskyldu hans og söfnuði fluttar árnaðar- óskir, en séra Eiríkur þakkaði með ræðu. Vakningarnefndar- skýrslan (Evangelism) var gefin af séra Norman Nelson frá Seattle, en Halldór Bjarnason gaf skýrslu skóla þess, sem haldinn var á vegum nefndarinnar í vetur, sem leið. Báru skýrslur þessar vott um mikið starf og blessunarríkt. Hinar ýmsu þingnefndir höfðu starfað af krafti og g'áfu þær skýrslur sínar, sem flestar voru mikið ræddar. Yrði of langt mál að fara að rekja það allt hér. En um kvöldið var samkoma og töluðu þar séra Norman Nelson, Dr. Harold Rasmussen, sem var fulltrúi Sameinaða Lútherska Kirkju- félagsins og séra Ólafur Skúlason. Auk þeirra komu fram þrír fulltrúar Fyrstu Lúthersku Kirkju, sem ræddu um það, hvers vegna þau störfuðu fyrir kirkjuna. Gaf þar að heyra eftirtektarverðan vitnisburð um þýðingu kirkjunnar í lífi leikmannanna, þau sem töluðu voru ungfrú Ingibjörg Bjarnason, Archie McNicholl og W. H. Finnbogason. Við báðar kvöldsamkomurnar söng kór kirkjunnar undir stjórn frú Bjargar ísfeld og veitingar voru fram bornar. Að morgni þriðjudagsins höfðu karlmenn þeir, sem þingið sóttu, ásamt ýmsum öðrum úr Winnipeg, neytt saman morgunverðar og rætt um hlutverk karlmanna í kirkju- starfi. Auk þeirra, sem þegar er getið prédikuðu Systir Laufey Olsen, séra John Fullmer og séra Edward Day á þinginu. Voru allir sammála um það, að prédikanirnar á þessu þingi hefðu verið afbragðsgóðar.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.