Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1958, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.04.1958, Blaðsíða 11
Sameiningin 9 ASMUNDUR GUÐMUNDSSON, tlr. tlieol.. biskup íslands: Samstarf að kristindómsmálum i. Þegar ritstjóri þessa tímarits bað mig um grein í það, varð mér þegar ljóst, að ég ætti að skrifa um samstarf með Islendingum austan hafs og vestan að kristindómsmálum — leitast við að lýsa því, eins og ég hefi kynnzt því, ef eitthvað mætti af því læra. Ungur fékk ég köllun til prestsskapar frá Vatnasöfnuð- um í Saskatchewan í Kanada og þjónaði þar fjórum söfnuð- um 1912—1914. Söfnuðirnir voru áhugasamir um að geyma trúarlífsins að heiman, einkum unni gamla fólkið mjög sálmum Hallgríms og Jónsbók. Guðsþjónustur voru ágæt- lega sóttar, einkum af einum söfnuðinum, enda voru þar flestallir í söngflokki. Kom það jafnvel fyrir ósjaldan, að hvert mannsbarn var við guðsþjónustuna. Unga fólkið unni Islandi ekki síður en eldri kynslóðin. Því var ísland landið helga, og tók það oft svo til orða: „Heima á Islandi.11 Það talaði yfirleitt vel móðurmál sitt og vildi vanda það. Þess vegna tók það fagnandi kennslu í íslenzku við unglingaskóla og las þar af miklum áhuga og góðum skilningi ljóð Einars Benediktssonar. Með sama hætti stundaði það nám í kristn- um fræðum fyrir fermingu. Mánaðartíma starfaði ég vestur undir Klettafjöllum, lengst í Markerville í grennd við heimili Stephans G. Stephanssonar. Hann var lifandi dæmi þess, hve alda vestur- íslenzkrar menningar getur risið hátt, dæmi, sem aldrei má gleymast, heldur á að benda komandi kynslóðum. II. Á þessum árum voru hörð átök milli gamallar guðfræði svonefndrar og nýrrar og ollu klofningi Kirkjufélagsins vestra- Hafði Þórhallur biskup sterka löngun til þess að fara vestur og reyna að koma í veg fyrir hann, en heilsan leyfði honum það ekki. Þótti mörgum grátlegt, að kirkjuleiðtog-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.