Sameiningin - 01.04.1958, Blaðsíða 14
12
Sameiningin
þjóða N.-Ameríku. Og sams konar félagsskapur hófst um
svipað leyti á Islandi, og sendi hann séra Kjartan Helgason,
prófast í Hruna, þá um haustið vestur um haf til þess að
vinna að þessum málum. Þótti vel fallið, að fulltrúi íslenzku
þjóðarinnar yrði staddur vestra 1920, en þá var liðin hálf
öld frá því að vesturfarar Islendinga hófust til Norðurfylkja
Bandaríkjanna og Kanada. Séra Kjartan ferðaðist um flest-
allar byggðir íslendinga og flutti þar erindi og prédikaði í
kirkjunum. Var aðsókn framúrskarandi góð og mikill ár-
angur af för hans, sem stóð fram á vor. Drýgst munu hafa
orðið áhrifin af persónulegum kynnum, og eignaðist séra
Kjartan fjölda vina vestra. Einn þeirra sagði mér, að séra
Kjartan hefði gefið sér fræ af íslenzkri fjólu. Setti hann
það niður í garðinn sinn, og fjólurnar komu upp og þroskuð-
ust vel. Voru aðrir látnir njóta góðs af, og nú eru íslenzku
fjólurnar víða vestra. Virðist mér þetta táknrænt um starf
séra Kjartans. Honum var ljóst, að bezta vernd Vestur-
Islendinga var trú þeirra og tunga, og hagaði starfi sínu
eftir því. Var samvinna við beztu menn Vestur-íslendinga
farsæl og góð. Hreyfing var hafin báðum megin hafsins,
er átti fyrir höndum mikinn vöxt og viðgang. Einn sam-
starfsmanna séra Kjartans lýsti honum svo:
Þú áttir svo fágætan andans seim,
oss enginn ljúfari sótti heim.
Án vopna sigraðir Vesturheim
og vígðir þér hjörtu landa. —
Menn sáu ættjarðarauð hjá þér,
hve yndisleg menning lands vors er,
þann kærleiksávöxt, er kirkjan ber,
og kynjavald göfugs anda.
VI.
Starf þjóðræknisfélaganna báðum megin hafsins blómg-
aðist og óx. Vestur-Islendingar eignuðust stórmerkt tímarit,
og til forystunnar völdust ágætir menn, m. a. úr prestastétt
Vestur-íslendinga. Og enn komu prestar að heiman til starfa
í söfnuðunum, Þorgeir Jónsson, Eyjólfur Melan, og síðast
en ekki sízt séra Benjamín Kristjánsson. Hefir hann nú af
órofa tryggð við menningu og kristindóm Vestur-íslendinga
bjargað frá glatkistunni ómetanlegum verðmætum vestan