Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1958, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.04.1958, Blaðsíða 16
14 Sameiningin dr. Sigurgeir biskup mig að vera fulltrúi þjóðkirkju íslands á afmælisþinginu í Winnipeg- Stóð för mín yfir nokkuð á annan mánuð. Ferðaðist ég um flestar Islendingabyggðir í Norður-Ameríku og heimsótti gömlu söfnuðina mína í Vatnabyggðum, Sask. Komst ég alla leið vestur á Kyrra- hafsströnd til Vancouver, Blaine og Seattle. Flutti ég alls staðar erindi eða guðsþjónustur við mjög góða aðsókn og naut í ríkum mæli bróðurhugar og tryggðar. VIII. Eftir heimkomu mína var tekið að vinna að presta- skiptum yfir hafið, og vildi kirkjustjórnin leggja málinu lið, enda var kunnugt um nokkra presta vestra, sem voru mjög fúsir til skiptanna. Einnig var rætt við fáeina hér, og höfðu þeir hug á skiptunum. Þó gekk nokkuð seint að koma þeim á. Loks var það ákveðið, að þeir séra Valdimar Eylands í Winnipeg og séra Eiríkur Brynjólfsson á Útskálum skiptu á prestsstarfi og hefðu hvorir tveggja með fjölskyldur sínar. Urðu skiptin sumarið 1947 og stóðu í eitt ár. Þau tókust vel, eins og vænta mátti, því að áhugasamir önd- vegisklerkar áttu í hlut, er leystu störfin prýðilega af hendi og til almennrar ánægju í söfnuðunum. Annað, sem ýmsum lék hugur á, var það, að ungir menn að vestan stunduðu hér nám við guðfræðideildina. Haustið 1945 kom Emil Guðmundsson frá Lundar og stundaði hann síðan lengi nám við deildina. Er hann nú orðinn prestur í Bandaríkjunum. Nokkru seinna, 1953, kom til náms séra Eric Sigmar, sonur dr. Haralds Sigmars, fyrrv. Kirkjufélags- forseta, ásamt konu sinni. Naut hann nokkurs styrks, en jafnframt unnu hjónin fyrir sér með enskukennslu. Séra Eric er nú forseti Kirkjufélagsins, eins og kunnugt er. Nú er hér kominn séra Harald Sigmar, bróðir hans, með konu sína og fjögur börn- Er hann kennari við guðfræðideildina í stað Þóris Kr. Þórðarsonar prófessors, sem nú er kennari í guðfræði í Chicago. Loks er á síðustu árum aftur endurvakin sagan um unga presta eða guðfræðikandídata, sem taka vígslu og hefja prestsstörf vestra, en hverfa svo aftur til íslands innan skamms tíma. Má þar til nefna séra Robert Jack og séra Braga Friðriksson.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.