Sameiningin - 01.03.1946, Side 8
38
Drottins af þessum ófögnuði, þá greip óttinn Annas. Honum
sýndist eflaust að hagsmunaleg velferð sín væri í voða.
Og þá sótti hann það þegar af ofurkappi að Kristur yrði
ráðinn af dögum. Það er eftirtektarvert að Jesús er leiddur
í höll Annasar þegar hann er gripinn höndum, því ekki var
hann þá æðsti prestur. En það hefir verið svo tilgetið, af
ýmsu sem sagan hermir, að Annas muni hafa náð tökum
á því að hafa áhrif á yfirvöld og þá sem í málum dæmdu.
Verður það því auðsætt er um þennan þátt sögunnar er
hugsað, óréttlátt ráðabrugg og sviksamleg afstaða manna
sem með völdin fóru, átti líka sinn þátt í því að krossfesta
meistarann.
Ekki vildi alþýðan eða hinar undirokuðu stéttir þess
mannfélags sem hér umræðir, standa á móti Kristi, og
berjast móti honum. Það fólk hlaut að hafa komið auga
á það að í honum áttu þeir þann leiðtoga og vin, sem enginn
jafnaðist á við. Þetta kemur líka greinilega í ljós af því hve
'hræddir leiðtogarnir voru við alþýðuna þegar þeir hófu
sínar grimmu árásir gegn Kristi. Og afstöðu alþýðunnar
til Krists má og marka af þeim frábærlega góðu móttökum,
sem hún veitti honum, þegar hann gjörði sína konunglegu
innreið til Síonsborgar. Því sorglegra verður þá að hugsa
um það hve ægilega fljótt veður breittist í lofti. Maður
hrjrggist sárlega útaf þeim sorglega viðburði á föstudaginn
langa, er leiðtogarnir höfðu afvegaleitt lýðinn, svo og æst
hann gegn sínum bezta vini, að lýðurinn hrópaði í hugsunar-
lausri og fáránlegri grimmd, til Pílatusar : “Krossfestu,
krossfestu hann.” Hér birtist því ein orsökin enn, sem átti
sinn þátt í krossfesting meistarans,-—Ósjálfstæði og ístöðu
leysi alþýðunnar.
Mér virðist að vér hljótum að vera mjög kvíðandi útaf
þessum hlutum sem virðast hafa átt sinn mikla þátt í
krossfesting Krists, því að þær sömu staðreyndir sem þá
orsökuðu krossfestinguna, eru svo ákaflega ábærilegar 1.
heiminum enn þann dag í dag. Þær eru altaf að loga uppúr
á ýmsum stöðum og tímum.
Það hefir sífelt verið talað mikið um faríseaháttinn.
Hefir í því efni altaf verið vegið mest að kirkjunni. Hún
og meðlimir hennar hafa sífelt verið sökuð um faríseahátt.
Kannské þær ásakanir hafi stundum haft eitthvað til síns
máls. En áreiðanlega hefir mátt finna faríseaháttinn mikið
víðar en í kirkjunni. En mér er spurn hvort að önnur ill og