Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1946, Side 14

Sameiningin - 01.03.1946, Side 14
44 Hann sýndi öll merki þess, hvílíkar skelfingar hann hafðí liðið fyrir slæma fæðu og fæðuskort. Hann var magur og visinn. Hann hafði þrisvar verið settur í fangelsi. Bækur hans höfðu verið eyðilagðar. Sjónin á auganu, sem heilt var, hefir minkað. Hann á nú mjög bágt með, að lesa nokkuð. Það var átakanlegt að sjá blessaðan gamla mann- inn í þessu ástandi.. En þessi tilfinning hvarf að miklu leyti þegar hann hreyfði sig og þegar hann fór að tala. Þá virtist lífið koma, hugsunin skýr, orðin vingjarnleg og skáldleg, alt viðmótið unaðslegt. “Hefðuð þið ánægju af því á skipinu, þar sem þú starfar, að heyra “oratoriu” Handels, “Messias,” sungna?” spurði Kagawa. Hann sagði að 300 Japanítar væru að æfa það óviðjafnanlega hljómlistarverk, á ensku. Já, herprestur- inn gat ekki hugsað sér neitt yndislegra en það. Kagawa var að koma þessu þrekvirki í framkvæmd til þess að veita Bandaríkja hermönnunum ánægju með þessum dýrðlega söng. Svona var andi þessa manns gagnvart þeim sem höfðu unnið sigur yfir þjóðinni hans, og skortir hann þó enga sanna elsku gagnvart sínu eigin fólki. Herpresturinn lagði fyrir hann ýmsar spurningar, en hér verður ekki skýrt nema frá sumum. Sem svar uppá spurningu, kannaðist hann við að kirkjusókn hefði hnignað stórkostlega; en svo bætti hann við: “Þó aðsóknin sé minni en áður, er samt bandalag hinna fáu sem kristnir eru, enn andlegra og sterkara en áður. Kristindómur hér er nú eins og frjóangi, sem er að brjótast gegnum jörðina og skelina, sem er yfir henni.” “Heldur þú að kristindómurinn eigi góða framtíð í Japan?” var hann spurður. “Það er undir okkur komið,” svaraði hann. “Það þarf meira en prédikanir til að snúa fólkinu til kristinnar trúar. Eftir því sem oss bezt er unt, þarf að seðja hina hungruðu og klæða hina nöktu og týnast sjálfur í þeirra velferð.” Ætli fólk í Japan vildi þiggja gjafir frá Bandaríkjunum til þess að endurreisa kirkjurnar sem eyðilagðar voru af sprengjum?” var önnur spurning. Því svaraði Kagawa með þessum orðum: “Andleg bygging verður að koma á undan líkamlegum byggingum. Þag sem mér nú liggur mest á hjarta er að byggja upp sannarlegt andlegt líf með þjóðinni, og það frá grunni.” Hann mintist með fám orðum á hið frábærlega erfiða-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.