Sameiningin - 01.04.1946, Page 3
H>atmtmngtn
Mánaöarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga
gefiÖ út af hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vesturheimi.
Ritstjóri: Séra Siguröur Ólafsson, Box 701, Selkirk, Man.
Féhiröir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg.
61. ÁRG. WINNIPEG, MAÍtZ^1946 Nr. 4
“Hann er upprisinn,
hann er ekki hér”
Hver sem ástvini syrgir finnur hugsvölun í því að mega
hlynna að líkamsleifum þess sem látinn er og þráir að
mega í einrúmi tjá sínar hinztu kveðjur. Sú tilíinning var
orsök þess að konurnar þrjár hófu göngu sína, “mjög árla
hinn fyrsta dag vikunnar” til grafarinnar, sem höggin var
í klett. Þær fóru þangað til að smyrja líkama meistarans
sem þær elskuðu. — Hljóðar og harmþrungnar fara þær
leiðar sinnar. Dagsbrúnin yfir Olíufjallinu er að færast
upp á hið dimma næturhvel. Hversu langan veg þær urðu
að ganga, er manni óljóst, því ókunnugt er hvar þær dvöldu
í borginni. Þegar þær koma til grafarinnar, þá er sólin
runnin upp. Þá ljómar heiminum í andlegum skilningi nýr
dagur. Þær bera kvíðboga fyrir hvernig þær fái komist að
líkinu. Þær hafa ekki afl til að velta steininum frá gröfinni,
hann var of stór til þess. — Þegar áfangastaðnum er náð,
sjá þær óvænta og dýrðlega sýn: Steininum hefur verið
velt frá; engill drottins bíður þeirra og færir þeim óvænta
gleð^fregn: “Hann, sem þér leitið aö er ekki hér, hann er
upprisinn.” — Konurnar staðnæmdust ekki við gröfina —
því skildu þær tefja þar, fyrst hann sem þær leituðu að