Sameiningin - 01.04.1946, Qupperneq 10
56
kærleikann, hið fegursta dæmi um dygðir og heilagt líf.
Allir menn þrá það að sjá Guð, fá fullvissu um náð hans og
miskunn. Öll hin mikla synd mannanna og vansæla knýr
þá til að leita hjálpar í bágindum sínum. Allar líðandi og
deyjandi manneskjur, allir einstæðingar, allar daprar og
grátandi sálir, þrá að sjá sól kærleikans, og ‘hún birtist þeim
svo dásamlega í Kristi, og aldrei eins heit og fögur, og ein-
mitt í viðburðum föstunnar löngu. Allur kærleikur Guðs
til mannanna, öll hans fyrirgefandi náð sést í þessum sak-
lausa, þyrnum krýnda, húðstrýkta og dæma manni. Það
er kærleikurinn sem er krafturinn í öllu lífi hans, og sem
einnig gerir hann bjartsýnan og hugumstóran við aðkomu
dauðans. Orðin hans á krossinum bera vott um elskuna í
hjarta hans, ásjóna hans, hönd hans og hreyfingar, alt talar
það máli kærleikans. Rödd hans er bergmál af kærleiks-
ríkri rödd föðursins sem skilur bezt tregan og tárin, og vill
í þessari kærleiksfórn sonarins leiða alla menn til þekkingar
á sjálfum sér, föðurnum sem elskar alt og fyrirgefur alt,
þeim er þess biðja. Já, sjáið manninn, segjum vér sérstak-
lega á föstunni. í honum sjáum vér hina eilífu baráttu
milli dags og nætur, haturs og kærleika, m'illi þeirra er
banaspjót bera og hinna er friðmál flytja. í honum sjáum
vér sigur hins góða, og kærleika Guðs á bak við mannlífs-
föstuna löngu. En það er ekki nóg aðeins að sjá hann; vér
verðum að trúa honum, treysta á hann í lífi og dauða, og
leitast við að ganga á þeim vegi lífsins sem hann boðaði og
sjálfur gekk. Takist oss þannig ^ð ganga fram með Ijós
trúarinnar í annari hendi, og vonarinnar í hinni, og með eld
kærleikans í hjörtum vorum; þá þurfum vér engu að kvíða
þrátt fyrir stormana, helið og hjúpinn sem bíður vor allra-—
Því fyrir handan alt það stendur Kristur með framréttar
hendur og boðar oss lausn frá syndum, og líf í dauða.
Lutheran World Action
eftir H. Sigmar
Um þessar mundir eru stórkostleg fundarhöld í ýmsum
borgum í Canada og Bandaríkjunum, til að brýna fyrir
fólki þörfina að leggja sem allra rnest fram til liðsemdar