Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1936, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.03.1936, Blaðsíða 3
ás>ametnínsm Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Islendinga gefið út af Ilinu ev. lut. kirkjufélagi tsl. í Vesturheimi. Ritstjórar: Séra Kristinn K. Olafson, 3047 W. 72 St., Seattle, Wash., U.S.A. Séra Guttormur Guttormsson, Minneota, Minn., U.S.A. Séra Rúnölfur Marteinsson, 49 3 Lipton St., Winnipeg. Féhirðir: Mrs, B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. 51. ÁRG. WINNIPEG, MARZ Nr. 3 Úr ritstjórnargrein i marz blaði Sameiningarinnar, 1886. Eitt er nauðsynlegt. Er þá ekki nema eill nauðsynlegt? Eru ekki óteljandi nauðsynjar manna? All í heiminum er á ferð og i'lugi og mannslífið með. Um leið og sí-veltandi lijól tímans rennur áfram koma nýjar og nýjar nauðsynjar í !jós. Ný og ný nauðsyn slcapast svo að segja við hvert nýtt fótmál, sem vér stígum áfram. Barnsaldurinn hefir sínar sérstöku nauð- synjar, unglingsaldurinn sínar, fullorðinsárin sinar, eilin sínar. Og nauðsynjarnar breytast allavega á hverjum aldri fvrir sig eftir mismunandi stöðu manna. Og hversu lítið sem lífið breytist, þá verðr við það eitthvað nauðsyjilegt, sem ekki var áðr, og hin nýja nauðsyn heimtar, að úr henni sé bætt.— Fyrir fólki voru, nýkomnu hingað til lands, efnalausu, eins og allr þorri þess er, er fyrsta nauðsynin að koma svo ár sinni fyrir horð, að það geti lifað. Lengra ganga kröf- urnar ekki fyrst í stað. En svo fer óðum nýtt og nýtt að verða nauðsynlegt: að læra hið almenna tungumál landsins, enskuua, að nema hérlendan verknað, að græða dálítið fé, að eignast bújörð, hús og heimili, að komast svo áfram, að maðr geti staðið jafnfætis innlendu fólki, og þar af leiðandi að ná hérlendri mentun, að l'á skólagang fyrir æskulýðinn, hafa sitt eigið fréttablað, komast inn i stjórnmál þessa frjálsa lands og jafnvel ná i embætti.—-Enginn getr neitað því, að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.