Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1936, Síða 6

Sameiningin - 01.03.1936, Síða 6
40 hin ímyndaða jarðneska sælutíð, sem gullöld er kölluð, aldrei, og hin eftirþráða jarðneska sólöhl altaf langt, langt i burtu. “Þú hefir mikla áhyggju og umsvif fyrir mörgu, en eitt er nauðsynlegt”—segir frelsari heimsins, frelsari vor, drott- inn Jesús Kristr (Lúk. 10:41). Það er eitt, sem altaf er jafn nauðsynlegt. ein nauðsyn, sem aldrei breytist, hvernig sem ástæður lífsins breytast, hvernig sem veröldin veltist. Sú nauðsyn er ávalt hin sama, hvar sem maðrinn er staddr, í æsku eða elli, í fátækt eða auðæfum, í upphefð eða niðr- læging, á frelsisöld og ófrelsisöld, á upplýsingartíma og fá- fræðistíma, á íslandi eða i Ameríku eða í hverju öðru landi hehnsins sem vera skal. Og hver er sú nauðsyn? Það er að sitja við fætr l'relsara síns, eins og María forðum og hlýða með samskonar hug og hún á kenning hans. Kristindómr- inn er hin eina, sanna, ávalt óbreytanlega nauðsyn mann- anna. Á frelsisöld og í frelsislandi er lífsnauðsyn á þeim anda inn í hjörtu mannanna, sem leiðir þá til þess að nota frelsið rétt, sér og öðrum til blessunar. Á ófrelsisöld og í ófrelsis- landi er lífsnauðsyn á þeim anda, sem gefr mönnum kraft til að bera sína ófrelsisfjötra með þolinmæði, svo lengi sem þá verðr að bera. Á upplýsingaröld er með öllu ómissandi sú speki, sein kennir mönnum að beina mentaninni í rétta átt, að hún ekki verði að villuljósi, er kemr mönnum út á kaldan klaka. Á ökl fáfræði og vanþekkingar þarf á þeirri speki að halda, sem sýnir mönnum guð og himininn, þó að handaverk hans hér niðri sé að mestu óþekt og órannsökuð. Þegar auðr og upphefð gleðr mannshjartað, þá þarf að heyr- ast rödd, sem segir: “Einber hégómi—þetta er alt saman hégómi.” Og þegar maðrinn er staddr í fátælct og niðrlæging, þá er honum fremr öllu þörf á rödd, himneskri, almáttugri, kærleiksfullri, sem við hann segir: “Komið til mín, allir þér, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir; eg vil gefa yður hvíld.” Sá sem sitr við fætr frelsara síns, auðmjúkr, iðrandi, trúaðr, biðjandi, hann öðlast þennan anda, eignast þessa speki, heyrir þessa rödd. “Hver sem drekkr 'af þessu vatni,” sagði Jesús við konuna samverzku við Jakobs brunn hjá Sykar (Jóh. 4:13), “hann mun þyrsta aftr; en hinn, sem drekkr af því vatni, er eg mun gefa, mun að eilífu ekki þyrsta.”—“Gel' mér þetta vatn,” sagði konan, “svo mig þyrsti ekki framar.” ó, að hvert eitt mannsbarn þjóðar vorrar

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.