Sameiningin - 01.03.1936, Side 10
44
annað. Það er einmitt mergurinn málsins í þessu ávarpi
séra Jóns, að trúarþörfin, þörfin á himneskum föður og
frelsara, sé œðsta og dýpsta þörf mannhjartans á öllum tím-
um; að stundleg velmegun geti aldrei rýmt þeirri þörf í hurtu,
og enginn hlutur úr henni bætt, nema kristin trú, sönn og
lifandi. Svo langt er frá því, að hann vilji binda kirkju og
kristindóm á klafa heimsmálanna.
Og hver er þá skoðun höfundarins á sjálfum kristindóm-
inum, þessari nauðsyn allra nauðsynja? Er nokkuð þar,
sem fylgismenn hans þurfi nú að fella hurt eða lagfæra, eftir
fimtíu ár? Ekki þarf að leiða rök að því, að séra Jón
Bjarnason hafi verið sanntrúaður kristinn maður, að hann
hafi tignað meistarann og trúað honuin fyrir örlögum sálar
sinnar eins og einlægir trúmenn í kirkju Ivrists hafa gjört
frá öndverðu. Það kemur mæta vel í ljós í orðum hans hér
eins og í öllu, sem hann skrifaði. Og samþykkur var hann
auðvitað skilningi lútersku kirkjunnar á hjartamáli krist-
innar trúar. En þó er athugavert, að í þessum trúhvatningar-
orðum hér, hve alvörumikil og ákveðin sem þau eru, er ekki
vikið með einu orði að kenningasafni kirkjunnar. Enga
grein í þeim fræðum vitnar hann í eða minnist á, hvorki
lúterska eða nokkra aðra. Og voru þó orðin rituð löngu
áður en hin einhliða kenning Harnacks um djúpið mikla milli
trúar og guðfræði fékk frægð og fylgi á meðal fslendinga.
Harnacks-stefnunni varðist séra Jón af alefli, sem kunn-
ugt er; euda var hann aldrei modernisti, eins og það orð er
venjulega skihð. Það var af öðrum toga spunnið fyrir hon-
um að leggja svona litla áherzlu á fræðakerfin. En honum
var það brýnast allra mála, að fólkið yrði leitt burt frá dauðu
forminu, hvort heldur var í kenningum eða helgisiðum; burt
frá öllu því, sem hann kallaði vanakristindóm, að raunhæfri
og lifandi trúarreynslu. Fyrir því forðast hann vanahelgaða
framsetningu, hér eins og endranær, þegar hann flytur er-
indi trúarinnar fyrir almenningi.
Hver vill nú segja skilið við þessi stefnuatriði, eitt eða
fleira? Ef slíkir menn eru til í vorum félagsskap, þá segi
þeir til sín. En sá sem þetla ritar telur sig nú, eins og áður,
fullræmdan af að kallast fylgismaður séra Jóns Bjarnasonar
og að hakla fram í það horfið sem hann markaði fyrir í þess-
ari fyrstu grein blaðsins—að leggja gott til þjóðmálanna eftir
megni, en gleyma þó ekki því, að erindi Jesú Krists er til