Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1936, Side 13

Sameiningin - 01.03.1936, Side 13
47 Ritstjóri ungling-adeildar Sameining- Ritstjóri 19 32—19 3 3 arinnar í mörg ár. inn og vaknaðr er ti! fyllstrar meðvitundar um andans hulda eðli. ' Til þess nú hin nýju trúarbrögð útrými kristindóminum, þurfa þau að hafa meira að bjóða í þessu tilliti. Fulllcomnari guðsþekking og fullkomnari mannþekking verða þau að hafa til hrunns að hera. Þau verða að opinbera mönnunum meira, en ekki minna um guð, og þau verða að kenna manninum að þekkja sitt eigið eðli betr en kristindómrinn hef'r gjört. Kristindómrinn hefir snúið sér að þeirri hlið af með- vitundarlífi mannsins, sem vér köllum samvizku. Valdið, sem hann hefir yfir hugum manna og hjörtum, er að mjög miklu leyti innifalið í því afli, sem hann hefir haft til að vekja samvizkur manna, sannl'æra þá um synd, kæfa hroka hins eigingjarna vilja, kenna manninum að krjúpa á kné í auðmýkt og biðja um miskunn og líkn. Hvernig svo sem þau trúarbrögð að öðru leyti kunna að verða vaxin, sem ætla sér að útrýma kristindóminum,—ef þeim á að heppnast, veðra þau að eiga sterkara afl til að vekja samvizkur manna; þeim verðr að takast betr að sannfæra heiminn um synd, en kristindóminum hefir íekist. Hið lakasta í fari mannsins verða þau að þekkja betr, til þess í guðs nafni að geta sldpað því að standa á fætr og gjöra skyldu sina. Eitt mega menn vera sannfærðir um, og það er þetta: Ef ný trúarhrögð eiga að koma í stað kristindómsins, gjöra þau meiri, en ekki minni kröfur til mannanna. Fullkomnunarhugmyndin, sem þau halda á lofti fyrir manninum, hlýtur að verða hærri, en ekki lægri. Það verðr ekki léttara þá að gjöra skyldu sína en nú. Þau gjöra mönnunum naumast hægra fyrir með að

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.