Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1936, Page 23

Sameiningin - 01.03.1936, Page 23
ust og andi Guðs kom til móts við anda mannanna? Það má vera að hún sjáist ekki langt til nú í moldrykinu. En hún stendur. Og að hún fái að standa og stæklca er mann- kynsins einasta von. Frá kirkjunni þeirri kemur mörgum mönnum hljálpræði nú. Raunar er það undravert, hvað sú kirkja orkar, kirkja samvinnunnar, nú í neyðinni, þó lítið beri á. Þaðan er mönnum kominn sá hinn veglegi andi hjálpsemínnar, sem fyllir brjóst fjölda fóllcs, svo ahlrei hefir í sögu veraldarinnar komið í ljós jafn-mikil mannúð og líkn- arlund eins og nú í dag. Það er bjarti geislinn í dimmunni nú. Kirkja bræðranna var reist fyrir mörgum öldum. Hún var reist af trésmið, sem kom frá Nazaret á Gyðingalandi. Hún var vígð þann dag, sem kallaður er föstudagurinn langi, daginn, sem kirkjusmiðurinn lét lífið fyrir hugsjón sína. Ivristur reisti í heimi hér kirkju þeirrar hugsjónar, að mannbræður hans hér í veröldinni losnuðu við dvrseðli samkepninnar, og temdu sér lund samvinnu og einingar, eins og hann sagði að tiðkast á því æðra tilverustigi, sem hann nefndi Guðsríki. En líða hafa þurft allar þessar nítján aldir, áður en mennirnir áttuðu sig á því, að samkepnishyggj- an, sem ríkt hefir alt frá fortíð mannsins í dýraríkinu fram á þennan dag, er nú komin í mát. Verður hugnæmt að vita, að hverju mennirnir snúa sér nú. Nokkur merki má þess sjá, að marga fýsi nú að fara að sækja samlyndis kirkju bræðranna, hætta að girða um- hverfis akurbletti sína, og jafnvel bera korn af sínum akri inn á akur bróður síns. Vist er það, að hvar sem vitrir menn nú ræða eður rita um mannfélagsmálin, er sömu úrlausn hampað. Þeim kem- ur öllum saman um það í orði kveðnu, að nú verði að breyta til, nú verði þjóðirnar að hætta sinni svakalegu samkepni, ekki aðeins láta af vígbúnaði og bardögum, með þeinr til- kostnaði, sem alþýðan ekki lengur fær risið undir, heldur líka láta af viðskifta-ofbeldi öllu og fara að vinna saman. Eming mannkynsins, í stað sundrungar, verður að viður- kenna, samvinnu í stað samkepni. Engum er það að líkindum Ijósara en sjálfum stór- gróðamönnunum (capitalistunum), að dagar þeirra eru bráð- um tahlir. Fésýslumaður voldugur á Wall St. í New York reit fyrir skemstu sóknarpresti sínum sendibréf. Hafði kennimaður sá undanfarna sunnudaga talað af spámannlegri

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.