Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1940, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.02.1940, Blaðsíða 7
21 kirkjulíf á vegum þessarar stefnu þurfi og eigi að standa í nánu félagslegu og andlegu sambandi við hérlenda trú- bræður. Stundum hefir þetta verið lagt út þannig að hið eina, sem hafi ráðið þessu, sé að þannig hafi verið von um fjárhagslegan styrk. Sú skýring finst mér of auðveld. Eg hygg að hér hafi ráðið heilbrigt vit, sem áttar sig á því að þegar til lengdar lætur getur það ekki borið sig að íslenzk kirkja hér í álfu einangri sig frá lifandi sambandi við þá, sem næstir henni standa í þjóðlífinu umhverfis. Að blind streyla í þá átt mundi aukheldur flýta fyrir því að íslenzkur arfur og áhrif deyi út, svo mjög mundi það stríða gegn öllum eðlilegheitum í lífi þeirra, sem hér eru uppaldir. Þetta hefir ekki dulist öðrum eins leiðtoga og Dr. Rögn- valdur var. Það hefir líka sýnt sig að samband íslenzkra únítara hér við innlenda trúbræður sína hefir að engu leyti skert íslenzk þjóðræknisáhrif meðal þeirra. Dr. Rögnvaldur, eins og flestir sem eitthvað verulega kveður að, átti sína þroskasögu hvað trúarlega afstöðu snertir, er nær út yfir starfsár hans einnig. Framan af var hreyfingin, er hann veitti forystu, fremur neikvæð en jákvæð. Það varð talsverð hefð á meðal fólks vors að þeir, sem voru andvígir kirkjunni eins og hún tíðkaðist, af einhverri ástæðu, töldu sig únítara. Sameiginleg mótspyrna tengdi þá saman. Hjá leiðtogunum virtist þess einnig gæta ol't meir hverju þeir voru á móti en hverju þeir voru með. Eg minnist þess að hlýða á líkræður Dr. Rögnvaldar á fyrri árum. Fanst mér þá mjög áberandi hve mikil óvissa ríkti í huga hans um trúarleg efni. Hann notaði ol't sam- Iíkingu af fugli, sem flýgur inn úr myrkri i lýstan sal og svo út í myrkrið hinum megin. Þannig væri mannlífið. Það kæmi úr myrkrinu, svo væri hið stutta hil lífsins í ljósinn og síðan horfið út í myrkrið á ný. Eg nefni þetta einmitt vegna þess að í allri síðari viðkynningu fanst mér kveða mjög við annan tón. Þá fanst mér bera miklu meir á fullvissu í skoðun, er bar meiri keim þess er hann var uppalinn við. Kemur það heim við almenna reynslu, að einungis í bili getur neikvæð stefna fullnægt. Menn verða að byggja í skörðin þar sem rifið hefir verið niður. Með þessu er ekki gefið í skyn að eg álíti að Dr. Rögn- valdur hafi horl'ið frá þeim neikvæðu skoðunum alment, er einkendu hann framan af starfstíð sinni. En auk þess að hann með árum og reynslu varð minna hvatskeyttur og stórhöggur í garð þeirra, er honum voru andvígir, virðist

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.