Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1940, Síða 14

Sameiningin - 01.04.1940, Síða 14
60 hat'a sent skorinorð mótmæli til forsetans, hver á fætur öðrum. Lútersku félögin, öll eða l'lest, hafa lagt þar orð i helg; l)aptistar sömuleiðis; adventistar, presbýterar, meþod- istar og fleiri kirkjufélög. Málið er ennþá rætt af miklu kappi í kirkjublöðum landsins. —G. G. “Sigurhetjan, Jesús minn.” (Framh.) Á 19. öldinni urðu hraðskreiðar og stórstígar franifarir á sviði náttúruvísindanna. Með þvi brauzt til valda vísinda- andinn í almennum skilningi, sem alt vill flokka og allar greinir mannlegrar þekkingar rannsaka. Sá andi fór eldi um ÖIl lönd hugsunar og athafna. Hann sópaði burt hégilj- um, hindurvitnum og hjátrú. Hann lagði traustar undir- stöður margvíslegra rannsókna. Það mætti segja, að hvorl sem menn í einstökum atriðum hefðu fundið sannleikann eða ekki og hvað mikið sem þyrfti síðar að breyta, væru menn komnir á rekspöl í sannleiksleitinni, og að mönnum væri óhætt að halda áfram á þessari leið að leita hins rétta. Að með þessu hafi verið unnið frábærlega mikið og gott verk dettur engum heilvita manni i hug: að neita. Það er ennfremur aðdáunarvert, að fjöldi visindamanna hefir á ýmsum timum fórnað afarmiklu, stundum lífi sínu, í leit- inni eftir því sem gæti orðið mannkyninu til blessunar. Alt mannfólk á jörðu er í þakklætisskuld við vísindin. Var þá ekki sjálfsagt að kristindómurinn væri ásamt öllu öðru, rannsakaður. Það mátti jafnvel búast við því að miskunnarlaus, dynjandi kritík væri látin yfir hann ganga. Hvort sem mönnum líkaði þetta betur eða ver varð þetta ekki umflúið. Ekki heldur var nokkur minsta ástæða til að hafa á inóti þessu ef um einlæga sannleiksleit var að ræða. Milli sviga má segja það að kristindómurinn er trúarbrögð, og þar koma til greina andleg öfl eins og lotning, aðdáun, kærleikur, ásamt mörgu öðru, sem háð eru öðru lögmáli en náttúruvísindanna. En það sem rannsakað verður á réttan vísindalegan hátt, í sambandi við boðskap kristindómsins er opið til sjálfsagðrar og óhindraðrar rannsóknar. Hver varð þá árangurinn af þessari rannsókn, sem beitt var við kristindóminn? Vísindamenn voru ófullkomnir eins og aðrir menn. Þeir voru jafnvel stundum hrokafullir og

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.