Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 15
61
gjörðu staðhæfingar, sein ekki voru á rökum bygðar. En
hvort sem þeir höfðu rétt eða rangt fyrir sér urðu sumii
þeirra andvígir kristindóminum. Sömuleiðis urðu margir
trúmenn hræddir við vísindin að þau myndu, ef þau ekki
væru hindruð eða bannfærð, kollvarpa kristindóminum.
Þegar öll þessi umrótssaga er nákvæmlega athuguð verður
niðurstaðan sú, að vísindin hafa ekki kollvarpað kristin-
dóminum.
Fyrir nokkrum árum gjörði eg tilraun til að lýsa af-
stöðu mannkynsins gagnvart Jesú Kristi, á þá leið sem
fylgir. Hugsunum er þar mjög lauslega niðurraðað og auð-
vitað er enginn tilraun til þess gjörð að draga upp heildar-
mynd af ástandi heimsnis, en það er leitast við að skýra
rétt frá.
Enga löngun hefi eg til þess að gjöra staðhæfingar að-
eins til að mikla einhvern málsstað; en mér er ekki unt að
loka augunum fyrir þeirri frábæru aðdáun, sem samtíðin
ber fyrir Kristi. Hugsið um alt hið fagra, sem beint er
ávöxtur af þeirri aðdáun: dómkirkjur, sem fylla hugann
með dýrð Drottins; hljómleikar, sem maður getur ekki
annað en kallað himnesk'a; lofsöngvar og sálmar, sem
snerta hverja taug hjartans og flytja tlibiðjandann að dýrð-
arhásæti eilífðarinnar. Við þetta má bæta meistaralegum
ljóðum og nærri óviðjafnanlegum málverkum, að ógleymd-
um hinum dásamlegu mannkærleiksstofnunum, sem flytja
anda Jesú Krists sérstaklega öllum þeim sem líða. Sumt
af þessu átti að vísu upptök sín í löngu liðinni tíð, en eg
finn ekki betur en að sami andinn sé enn starfandi í heim-
inum. Er það ekki sannleikur, að hinir göfugustu andar í
öllum menningarlöndum heimsins mæna með aðdáun til
hans, sem hafinn var upp á krossinum. Jafnvel í hinum
fornu og lítt kristnu menningarlöndum Austurálfunnar fá-
um vér að vita að skarar fólks eru þyrstir í boðskapinn um
Jesúm Krist. Meðal annars er oss sagt það að Biblían hafi
afar mikla sölu í Japan, þótt þjóðin sé heiðin að miklu
Ievti. Að öllu athuguðu er Jesús Kristur hugðnæmasta um-
hugsunarefni mannkynsins. Um hann eru fleiri bækur
ritaðar en um nokkurn annan mann. “Er eg verð hafinn
frá jörðu mun eg draga alla menn til mín.” Það hefir
verið sagan. óefað hafa hugsanir manna um Krist nú á
tínium að einhverju leyti annan hlæ á sér en tilfellið var á
miðöldunum; en það er ekki alveg víst að nokkurntíma