Sameiningin - 01.03.1941, Qupperneq 5
35
en ekki að ulan, frá neinu “umhverfi” eða “viðhorfi,” hvort
sem andað hefir hlýtt eða kalt úr heimsáttunum. Kristnin
hefir lifað í gegnum þrautir áður, lifað kúgun og ofsóknir
og horið sigur úr býtum. Hún hefir líka lifað við auð og
völd, sér til óheilla. Hvernig kristninni reiðir af í blíðu eða
stríðu, er komið undir vinum hennar, mannlega talað, undir
skilningi þeirra og trúmensku, en ekki undir þvi, hvað óvin-
irnir gjöra. Þar er krossinn til sannindamerkis, en Guð
sjáll'ur til varnar. — “Þeim líðst svo sem hann lofar framt.
Lengra komast þeir ekki.”
Með þann sannleika hugfastan skulu menn þá renna
augum aftur yfir útsýnið á þessum dögum. Horfurnar fá
þá nokkuð annan blæ. Það verður þá ljóst, að hér er engin
ástæða til víls eða vonleysis. Hvorki fátækt eða neyð,
hvorki óvinsæld, ofsóknir eða kúgun, mun geta kveðið
dauðadóminn yfir kristni Guðs — hversu illa sem hún verð-
ur leikin á komandi árum. Falli hún fyrir neyð eða sverði,
þá verður það þegar vörnin bilar, en ekki fyr. — En svo
er óþarft að vera að bollaleggja um ósigurinn. Hitt skul-
urn við heldur muna, að þegar kristindóminum er skorað
á hólm, og það eins hatramlega eins og nú er gjört, þá er
honum um leið gefið tækifæri til að vinna signr. Hvernig
geta menn sigrað ef aldrei er harist? Það er því hezt að
skoða þrautirnar eins og tækifæri; þennan illa andgust eins
og áskorun til nýrra framkvæmda. Leiðin er þröng og erfið
í gegnum þessar hættur, sem liggja fram undan, og oft
verður illa ratljóst á vegum þeim, sennilega; en þetta er
sigurbrautin. Hún liggur þarna og hvergi annars staðar.
Takist nú mönnum kirkjunnar að feta þann erfiða stíg án
þess að villast út al' honum eða gefast upp, þá má vel vera
að leikslokin verði stærri og frægari sigur en kirkjan hefir
unnið áður nokkurn tíma, síðan í fyrstu kristni.
Eru þá þetta eintóm hreystiorð út í loftið; heilaspuni
og ekkert annað? Eða gefur útlitið nokkra von um sigur
framundan? Já, þau mörkin finnast líka, þótt miklu meira
heri á hættum og örðugleikum þessa dagana. Bezt er þvi
að virða fyrir sér allar horfurnar, í einni átt eftir aðra,
og hugleiða það sem fyrir augun ber.
/. Á vegum kristniboSsins.
Langbezti og fegursti þátturinn í gjörvöllu starfi kirkj-
unnar hefir á síðari tímum verið sú starfsemi, sem hún held-