Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1941, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.03.1941, Blaðsíða 9
39 mikið i húfi. Ef hérlendur kirkjulýSur hafnaði nú þessu tækifæri til að sýna af scr manndóni og trygð og trúaráhuga, ])á kæmist hann ekki hjá afleiðingunni; hann mnndi dæma sjálfan sig í kotungsskap og andlega deyfð og bíða tjón á sál sinni. Hér er þá eitt dæmi til sönnunar því, sem tekið var fram í byrjun þessa máls: að það er undir okkur sjálfum komið, kristnu fólki, hvort þessi þrauta-tíð, sem nú gengur yfir verði kirkjunni til falls eða viðreisnar. (Meira) G. G. Krossinn Virðingu ber eg fyrir því hjá kaþólskum að alstaðar hafa þeir krossinn hjá sér sem merki sitt, jafnvel þó hjátrú blandist þar saman við, eins og á sér sérstalega stað i sam- bandi við róðukrossinn, krúsifixið. Enginn veit livað l>ak við kann að vera af sannri trú á náðarmátt hins krossfesta Drottins. Æðimikið göfugri er þó hjátrú sú heldur en hjá- trúin á mátt skeifunnar til þess að verja fvrir óhöppum, sem nokkrir landar hafa látið flækjast í, eða að kaffigroms geti sagt fyrir forlög mann-a. Og sannarlega ber eg nreiri virð- ing fyrir hjátrúnni, sem tengd er við kross Drottins, heldur en fyrir ótrúnni, svo eg ekki segi hjátrúnni, þeirra sem eink- isvirða krossinn, af því að kross hins krossfesta Drottins Jesú og hann sjálfur sem hinn krossfesti hjálpræðis-konung- ur mannanna, er þeim ekki neitt. Hvenær krossinn byrjaði að vera merki kristninnar, veit eg ekki, en öndverðlega virðist hann hafa verið orðinn það. Bendir lil þess sýnin, sem Konstantín keisari á að hafa haft, samkvæmt hans eigin sögusögn, snemma á 4. öld. Sá hann krossinn Ijóma á himni, og' letrið þetta: Með þessa merki skalt þú sigra. En ekki aðeins i kirkju Krists hefir krossinn verið merki hennar, heldur líka í ríkisfánum sumra þjóða hefir krossinn verið merkið. Eins og við vit- um er krossinn dýrlega merkið í íslenzka ríkisfánanum nýja. íslenzka þjóðin játar sig kristna með fána sinum og að hún trúi á hinn krossfesta Drottin, eins og Japansmenn t. d. með sólina sem merki í fána sínum játa að þeir trúi á sólgyðjuna og séu hennar ættar. Nefna má það, að við kristnir íslendingar syngjum um krossinn sem merki kristn- innar:

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.