Sameiningin - 01.03.1941, Page 10
40
HAtt skal merkið hefja:
Helgan Jesú kross.
Og það er skilyrði fyrir sigri kirkjunnar. Að draga
niður merkið er vottur um niðurlag, enda vill l'ylg'ja þess
verða afneitun krossins og um leið afneitun hjartamáls
fagnaðarerindisins.
Hvað mikils virði krossinn Krists var postulanum Páli
sézt bezt á því, hvað hann segir við söfnuðinn í Korinlu í
fyrra bréfinu, öðrum kapítula, öðru versi: Eg ásetti mér að
vita ekkert á meðal yðar, nema Jesúm Krist og hann kross-
festan. i kap. næsta á undan segir hann: Orð krossins er
heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það
kraftur Guðs (v. 18). Ennfremur á sama stað (v. 23): Vér
prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli, en heið-
ingjum heimsku. Skyldi það vera fjarri að segja hið sama
um suma á meðal vor? Á það má minna að á sama stað
segir hann líka: Gyðingar heimta tákn og Grikkir leita að
spcki — speki heimsins, en hafna speki Guðs í Krisli. Það
er vitanlega gott að geta orðið spekingur á mannlega vísu, ef
ofvizkulegur hroki gerir það ekki að verkum, að speki
manns er sett ofar speki Guðs og henni því hafnað. Til
þess nú að árétta það hvað mikils umvert það sé að Jesús
Kristur og hann krossfestur sé prédikaður, þá segir hann
að Kristur sé hinum kölluðu, þeim sem tekið hafa á móti
orði krossins, hæði Gyðingum og Grikkjum, kraftur Guðs
og speki Guðs. Og þetta voru ekki hjá postulanum stór orð
tóm. Líf hans sýndi það. Hann hafði sjálfur reynt þetta.
Honum var það sannleikur veruleikans og lífsins. Og ekki
honum aðeins þessi tífsins sannleikur, heldur líka öllum
þeim, sem Kristi tilheyra, ])ó á mismunandi stigi samkvæmt
mæli trúarþroskans og lífsþroskans. Þessvegna gat hann
sagt: Það sé fjarri mér að hrósa mér, nema af krossi
Drottins vors Jesú Krists, fyrir hvern heimurinn er mér
krossfestur, og cg heiminum (Gal. 6, 14). Og þar sem nú
krossinn er honum svona mikils virði, þá er ekki furða þó
hann segi við söfnuðinn í Filippi eins sterklega og honum
er unt þetta: Margir breyta — og eg hefi oft sagt yður það
og nú segi eg það jafnvel grátandi — eins og óvinir kross
Krists; afdrif þeirra eru glötun (3, 18. 19). Þannig sjáum
við hvað mikils virði krossinn var postulanum og hvaða
lífsgildi hann átti fvrir alla samkvæmt vitnisburði hans. Og
hann tók út sárt, heyrum við, þegar meðlimir safnaðti frá-