Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1941, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.03.1941, Blaðsíða 13
43 Hér þó nú skifti heimurinn hlæjandi auði sín, endar sá glaumur eitthvert sinn; þá æfi lífsins dvín láttu mér hlotnast, Herra minn, hlutfall næst krossi þín, svo dýrðar fegursti dreyri þinn drjúpi á sálu mín. (36, 10) Hvort eg sef, vaki, sit eður stá í sælu og hættum nauða, krossi þínum eg held mér hjá horfandi á hlóð þitt rauða; lát mig einnig þá æfin þver, út af sofna á fótum þér, þá kvíði eg sízt við dauða. Svo vil eg' enda píslarsönginn hans með hásöng hans í. lokaversi sálmsins hans dýrlega um Jesú síðusár, 48, 19: Hjartans instu æðar minar elski, lofi, prísi þig, en hjartablóð og benjar þínar hlessi, hressi, græði mig: hjartans þýðar þakkir fínar þér sé gæzkan eilífleg. Friðþægingin var Hallgrími Péturssyni náðarerindi Guðs til mannanna á krossi Jesú, þeim til lífs og eilífrar sælu, eins og' hún var postulanum Páli og allri kristni frá upphafi. Og hún verður óbreytt til enda alda, þrátt fyrir mismunandi útskýringa-tilraunir trúfræðinga, eins og sólin verður sama sólin, hverjar svo sem fræðiskoðanir vís- indanna kunna um hana að verða. N. S. Tli. áfram Föstuhugleiðing eftir séra Harald Sigmar í píslarsögu frelsara vors eru fjölda margir sláandi og viðkvæmir þættir. Enda er ekki að furða þó svo sé. Þar eru og líka ýmsar myndir, sem móta sig fast í huga manns, og líða seint úr minni. Það er auðsætt að margar þær myndir hafa líka mótað

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.