Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 6
52 dvalarstað með Símoni Pétri, og hinum lærisveinunum. Sagan birtir það, að þeir vissu um upprisufréttina, er kon- urnar fluttu lærisveinunum. Einnig vissu þeir um för Péturs og Jóhannesar út að gröfinni. Og þó þeir staðfestu frásögn kvennanna, trúðu þessir menn þeim ekki; svo óvænt og einkennileg virtist þeim frásagan vera. Kveljandi efi og óvissa þrengdi að þeim. Vissulega voru þessir menn hrifnir af Jesúm og hugfangnir af kenningum hans. En með dauða hans höfðu eftirvæntingar þeirra og vonir hrun- ið til grunna, svo takmarkaður var skilningur og útsýni þeirra. Viðburðir þeir, er höfðu átt sér stað virtust þeim með öllu ósamrýmanlegir. Um þetta eiga þeir samtal á göngu sinni. Ef til vill féllu skoðanir þeirra ekki með öllu saman. Þá er það að þeir eru sér þess meðvitandi að óþektur maður nálgast þá, og gengur við hlið þeirra á þjóð- veginum, og gat heyrt á samræður þeirra. Þar kom að, að hann gaf sig á tal með þeim: “Hvað er þetta, sem þér eruð svo hryggir að ræða um á leið ykkar?” Samtalið við ókunna manninn hófst. Þeir undrast að hann virðist í fyrstu ókunnugur atburðum þeim, er skeðu fyrir hátíðina. Frásögn þeirra túlkar vonsvik þau, er þeir hafa orðið fyrir, — og harm þann, er þeir í brjósti bera, ásamt undrun og ótta yfir fregninni um tómu gröfina, upprisu lærimeistara síns. Þegar þeir svo hafa opnað hugi sína fyrir honum. og þannig gefið þungri byrði er þeim lá á hjarta nýja útrás, byrjar hann hughreystandi samtal sitt við þá; “opnar fyrir þeim ritningarnar,” ásakar þá fyrir blindni þeirra, færir þeim heim sanninn og samræmið í spádómunum um Messías, í kenningum Jesú og heimfærir atburði þá er skeð höfðu er sem þeir kannist við orð Jesú, svo oft töluð til þeirra á dvalarárum þeirra með honum. Það var eins og þeir væru að hlusta á Meistarann á ný. Fargi var létt af hugum þeirra. þó þeir gætu ekki gert sér grein fyrir því. — Nú voru þeir komnir á áfangastað — þangað sem förinru var heitið. Þeir biðja hann að dvelja hjá sér, því dagur væri að kvöldi kominn. Sennilega óttuðust þeir náttmyrkr- ið — þráðu samúð og huggun. Lét hann þá til leiðast; dvaldi með þeim, settist að borði, bað bænar; þá þektu þeir hann og lutu honum af hrærðum hjörtum — og jafnskjótt hvarf hann sjónum þeirra. Samstundis lögðu þeir af stað til borgarinnar, og fundu lærisveinana þar samansafnaða, er við lok dagsins sögðu hver öðrum óvænta reynslu og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.