Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1942, Page 16

Sameiningin - 01.04.1942, Page 16
62 Ung var þjóð og óreynd næsta, Eignaðist þó sögu glæsta, Átti dirfð og drengi stærsta. Áa gegnum alda-hljóm Borist hafa sigur-sögur Sígildar og ljóða-bögur, Verkin mörgu frægðarfögur Fyrir Krist og kristindóm. Kristni tók á þrúðgu þingi, Þótti sæma íslendingi, Fjáðum jafnt sem fátæklingi, Að ganga í lið við Hvíta-Krist. Síðan hefir lýður lotið Lávarðinum, margoft brotið, Engu að síður ást hans hlotið Aldaraðir frá því fyrst. Styrk að lifa, styrk að líða, Stríða, vonarsigurs bíða, Mannslund þá, sem mann má prýða, Mjúka, sterka þó sem stál. Skylt að geyma arfinn æðsta, Aldrei gleyma hinu stærsta, Láta teyma hátt hið hæsta — Eignast eilíft sína sál. Þjóðararfinn þann að rækja, Þann í brunninn lífsvatn sækja, Njóta allra andans tækja, Skylda lífs er öllum lýð, Eins og það að vaxa að viti, Vinna meðan lífs er hiti, Ei að gefast upp af striti, Keppa áfram alla tíð. Þjóðar-arfur, kristin kirkja, Kennir manni lund að yrkja, Vill hún og til alls góðs styrkja Eins og móðir gæðagóð. Sólin hennar, sjóli hæða, Sálarlífs og andans gæða, Hann er lét til lífs sér blæða, Orka lífs er allri þjóð. Marz ’41 N. S. Th

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.