Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1944, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.06.1944, Blaðsíða 4
82 Seytjándi júní i Laugardagurinn 17. júní má teljast annar særsti merkis- dagurinn í sögu Islendnga, síðan að kristin trú var lögtekin. íslenzka þjóðin hefir þreyð og þráð þennan dag í sjö hundruð ár. Það eru að vísu ekki út af sjö hundruð ár síðan Islendingar sóru frá sér sjálfstæðisréttindi sín, en konungs- valdið norska var búið að læsa klóm sínum í íslenzkum þjóðar jarðvegi; að hið forna frelsi var mjög skert orðið. Eins og sá dagur var með allra dimmustu dögum í sögu þjóðar vorrar, eins má segja að þessi mikla stund megi teljast með allra björtustum degi, sem hefir runnið upp yfir þjóð vora. Nú er svo komið, að þjóðin hefir aftur heimt sitt forna frelsi, og á nú um frjálst höíuð að strjúka eftr hin mörgu og mæðusömu ár og aldir. Konungur Noregs vílaði ekki fyrir sér að beita ágangi, lævísi og grimd við hina fámennu og fátæku þjóð, og naut aflsmunar; vann hann ýmsa af leiðandi mönnum þjóðarinn- ar til fylgis, með fé og fögrum loforðum; oft reyndist lítt um efndir þegar frá leið. Ef til vill mætti finna afbötun viðleitni konungs á þeirri hugsjón hans, að allir menn af norsku bergi brotnir ættu að vera undir sömu stjórn; hitt held eg þó að mestu hafi ráðið um viðleitni hins norska valds, að það leit girnd- araugum íslenzk hlunnindi, eins og bar á jafnvel á dögum Ólafs konungs helga. Konungur færði sér trúlega í nyt óeiningu landsmanna sín á milli. Þjóðin íslenzka þekti ekki sinn vitjunartíma; hirti ekk- ert um frelsis fjársjóð sinn, og fyrirgerði rétti sínum til hans. Ekkert breyttist til batnaðar, þegar Danir tóku við völdum. Að vísu voru nokkrir menn meðal Dana, sem vildu þjóð vorri vel; annars hefði Jóni Sigurðssyni naumast tekist að ávinna það, sem hann vann, en hvatir Dana voru samt mjög svipaðar þeim sem áttu sér stað meðal Norðmanna. ísland er búið að vera leiksoppur og féþúfa í höndum erlendra áróðursmanna og fjárbrallsmanna um þessa löngu tíð.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.