Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1944, Page 6

Sameiningin - 01.06.1944, Page 6
84 rósm gegn um reifa brosir rjóð og hýr sem Freyju kinn; brjóstum manna vorið vekur vonarhlýjan unað sinn.” Margur hefir spreyzt við að lýsa dýrð vortíðarinnar, og gleðinnar, sem hún vekur hjá mönnum og skepnum, en því verður ekki lýst að fullnustu, því það er guðdómlegt starf svo háfleygt, að enginn fær það tölum talið. Ef til vill eru orð skáldsins forna eins heppileg og unt er: “Alt fagnar og syngur.” Eftir sex mánaða ömurlega martröð grimdarkulda og' helju, tekur hin bjarta og hlýja vorsól við völdum, með því að vekja af höfgum drunga öll börn jarðar. Farfuglinn sækir til sumarbústaða sinna, og tekur í óða önn að hressa upp á sumar híbýli sín. Smádýr, sem haía alið aldur sinn í dimmum iðrum jarðarinnar um hina köldu vetrarnótt vakna af svefni, og koma upp á yfirborð vallarins. Búpeningurinn heldur sig fjærri vetrar híbýlum sínum og gleymir þeim heimkynnum af unaði yfir líðandi stund, og af feginleik þeirra rétta, sem fram eru bornir. Þúsundir allavega lita blóma þekja alla völlu. Litla og lága krókus-blómið reis snemma úr rekkju, og stóð í þéttum röðum við veginn, til að gleðja börnin á leiðinni í skólann. Æfi þessara fallegu blóma er stutt; hún er horfin áður en varir eins og hin blíðu ár æskunnar. Sjúklingurinn, sem naumast fær lyft höfði, þráir að geta risið upp, til að skoða hið mikla málverk fyrir utan, og til að reygja hið hreina og hressandi vorloft. Eins og vetrartíðin gerir mönnum þungt fyrri brjósti, eins vekur vorið fögnuð og draumsælan unað hjá mönnum. Andstreymið verður viðráðanlegra, sorgin léttbærari, og þrótturinn vex. Gamalmennið fer yfir kærar endurminn- ingar sínar. Menn kannast við sannleikann í orðum skáldsins: “Því svartar sem skyggir vor skammdegis neyð. Þess skærara brosir vor júní-sól heið. Nú skín hún á frónið vort fátækt og kalt. Og fegurðar gullblæjum sveipar hún alt.” “Og gróðrarblær um grundu fer, sem gerir alt að hressa. Þá finn eg vel, að vorið er, í víðri kirkju að messa.”

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.