Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1944, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.06.1944, Blaðsíða 9
87 Aldrei sýndi Jón heitinn ofurkapp, þegar skarst í odda í umræðum manna, en flutti orð sín skírt og greinilega um það sem lá fyrir. Hann skilur eftir -hlýjar endlurminningar og fagra fyrirmynd þeim, sem standa undir sama merki og hann. Ekki skal deilt við hina fornu Skuld um fráhvarf þessa mæta starfsbróður; það er allra örlög að leggja af sér vopn og verjur, þegar tími er til kominn. “Þegar brestur þrek og starfi, þegar laskast æfikarfi, gott er að ná til hafnar heim.” s. s. c. Kvöldbæn Um dimma nótt, þá dags er liðin stund, vor Drottinn mildur, gef oss hvíldarblund, og ljóminn náðar lýsi vora brá; þá leyndar hættur engar grandað fá. Hjartanu liðsinn, haldið sorg og neyð. Heilaga rósemd gef í kvöl og deyð. Opnaðu land þitt, ljóssins dýrðarskært, líðandi sálir fái endurnært. Blessaðu Drottinn bygð og glæstan mar. Byggi þinn friður löndin allsstaðar. Útrým þú faðir mannameinum þeim, sem mesta hörmung vinna í tímans geim. Þú sem að léttir langa þraut og kvöl. Með lífstein græðir dýpstu sár böl. Heilagur Guð, oss huggun veittu þá, er heimsins gleði aldrei veita má. Önd mín sér hallir blítt að brjósti þér, sem bestan unað hefir gefið mér — Nú hljóðnar alt, og höfgi færist nær að hjarta mér; svo ríkir friður kær. s. s. c.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.